föstudagur, 22. febrúar 2008

Myndir

Hérna eru myndir af svæðinu:

1. myndin er eiginlega akkúrat þar sem húsið okkar kemur til með að standa.
Næsta mynd er séð út Úlfarsárdalinn. Þar sjáum við eftir Reynisvatnsvegi og húsið okkar myndi vera alveg beint hægra megin við þar sem ég stend þegar ég tek myndina.


Á þriðju og síðastu myndinni sjáum við hverfið á Úlfarsfelli, þar sem uppbygging er hafin.

Mæliblöð

Nú bíðum við eftir mæliblöðum sem áttu að koma í byrjun febrúar. Enn hefur ekkert komið, en vonandi líður ekki á löngu þangað til eitthvað gerist. Nú þarf ég að fara að drattast til að taka myndirnar af myndavélinni og pósta myndum af svæðinu.