Þó við séum nú flutt inn, þá er sko allt langt frá því að vera tilbúið. Frá síðasta pósti er búið að kaupa og festa upp ljós fyrir ofan eldhústunguna, festa fleiri höldur á eldhúsinnréttinguna (nú vantar bara á 2 skúffur undir ofninum), forstofuhurðin er komin upp með húni, ljóskastararnir eru komnir á ganginn og sjónvarpsholið uppi, ljósin eru komin upp í svefnherberginu og að auki við rúllugardínur í svefnherbergjunum er komin screen gardína fyrir svalahurðina uppi og myrkvunargardína í fataherbergið. Í gær hreinsuðum við svo útúr þvottahúsinu og Rikki grunnaði gólfið og stefnan er sett á að byrja að flísaleggja það í dag. Vonandi náum við að setja upp þvottavél um eða rétt eftir helgi. Hurðirnar á efri skápana í eldhúsið komu á föstudaginn, svo þær eru komnar í hús, en enn á eftir að setja saman skápana og festa þá upp. Rikki er líka búinn að festa klósettrúlluhaldarann og handklæðasnagana. En ljóskúpullinn á gesta klósettið er ekki kominn upp, og ekki enn búið að mála í gluggunum á neðri hæðinni.
Ég er líka búin að selja fullt af hlutum sem voru fyrir okkur, svo það er aðeins rýmra um okkur núna, bæði útí bílskúr og inní stofu. Við keyptum okkur líka sjónvarpsskenk í Rúmfatalagernum, en hann kemur bara vel út.
Enn eigum við eftir að kaupa og setja upp forstofuskáp og baðherbergið er alveg í sama ástandi. Nú er stefnan að Palli og Dísa komi um helgina og þá verður að vera búið að setja upp gardínur í aukaherberginu og festa hurðarhúninn á þá hurð. Við ætluðum að reyna að vera búin að setja upp screen gardínurnar á neðri hæðina fyrir helgi, en ætli það verði ekki að sitja á hakanum lengur, sérstaklega ef Rikki einbeitir sér að flísalögninni í þvottahúsinu. Það þarf líka að klára málninguna í gluggunum fyrst. Það er eitthvað sem ég geri næstu daga. Svo er nú vetrarfrí hjá SM á fim og fös, svo það er aldrei að vita hvort manni verður eitthvað úr verki þá!
þriðjudagur, 24. febrúar 2009
mánudagur, 9. febrúar 2009
Eftir flutning
Nú heldur vinnan rólega áfram. Nú erum við alla vega flutt og getum dúllað okkur í því sem eftir er, en það er þónokkuð! T.d. er stóra baðherbergið alveg eftir, þ.e. eftir að flísaleggja og tengja öll blöndunartæki og klósett og koma upp baðkari og sturtu, sem og innréttingu. Þvottahúsið er eftir, þar á eftir að koma rafmagnsgrindinni í loftið og gipsa svo loftið, spartla allt og grunna og mála, sem og setja flísar á gólf og innréttingu með tilheyrandi vaski og blöndunartækjum upp. Siggi er nú búinn með sinn part, að ég held, það á kannski eftir að setja einhverja tengla í baðherbergið eða þvottahúsið, en rofarnir eru komnir. Hurðir eru komnar á öll svefnherbergin uppi, en það vantar hurðarhúninn á eina hurðina þar. Það er líka komin hurð á gestaklósettið niðri, með húni, en forstofuhurðina vantar. Það eru komnar höldur á flesta eldhússkápa, eða ja, á næstum allar skúffurnar, en vantar höldur á hornskápana og háu skápana. Búið er að festa klæðninguna á uppþvottavélina og tengja hana og helluborðið. Efri skáparnir í eldhúsinu eru komnir í hús, en eftir að setja þá saman og festa upp. Okkur vantar líka hurðarnar á þá, þær voru ekki til í IKEA. Gólfefni vantar ennþá á stigann og við eigum eftir að mála gluggana á neðri hæðinni, ja eða sko ekki gluggana sjálfa, heldur vegginn sem kemur inn í kringum gluggana, þ.e. þar sem gluggakistan ætti að koma og þar hringinn. Svo á eftir að festa upp ljós á mörgum stöðum. Halógen ljósin á neðri hæðinni voru auðvitað komin, en við eigum eftir að festa upp kúpul sem við keyptum fyrir gestaklósettið og við eigum eftir að kaupa eitthvað ljós sem kemur yfir eldhúseyjuna. Á efri hæðinni eru komin loftljós í öll barnaherbergin, en á eftir að festa loftljósið upp í hjónaherberginu, við erum ennþá að hugsa hvort við viljum nota það sem við keyptum eða fá okkur annað. Einn kastari er kominn á ganginn en eftir að festa hina 6, eða voru þeir 7 í viðbót? Við erum líka búin að kaupa klósettrúlluhaldara og handklæðasnaga á gestaklósettið en það á eftir að festa það upp. Þetta kemur allt smám saman, en allt þetta tekur tíma.
Rikki ætlaði að kíkja í Innréttingar og tæki í dag og skoða lausnir fyrir sturtur á gólf og jafnvel taka baðkarið og sturtuklefann líka. Hann ætlaði líka að skoða flísar í Álfaborg, en okkur vantar veggflísar á baðherbergin og einhverjar hentugri flísar á gólfið í sturtuna. Jamm, allt á leiðinni!
Rikki ætlaði að kíkja í Innréttingar og tæki í dag og skoða lausnir fyrir sturtur á gólf og jafnvel taka baðkarið og sturtuklefann líka. Hann ætlaði líka að skoða flísar í Álfaborg, en okkur vantar veggflísar á baðherbergin og einhverjar hentugri flísar á gólfið í sturtuna. Jamm, allt á leiðinni!
mánudagur, 2. febrúar 2009
Erum flutt!
Jæja, þá er langþráðum áfanga náð! Nú erum við loksins flutt. Erum búin að vera netlaus frá því fyrir helgi, svo ég hef ekkert komist að skrifa pósta, enda er búið að vera nóg að gera annað. Á meðan flutningum stóð var ennþá verið að skrúfa upp eldhúsinnréttinguna. Það tókst, en það á eftir að festa klæðninguna á uppþvottavélina. Eins á eftir að tengja hana og helluborðið og festa höldur á skúffur og skápa. Gestaklósettið er eina virka klósettið í húsinu, aðalbaðið er bara hrátt ennþá. Þvottahúsið er líka ekki klárað, það á eftir að gipsa loftið þar og svo allt sem kemur þar á eftir, spartl, málun, innréttingar, gólfefni oþh.
Fataherbergið okkar hjóna komst þó upp og í gang í gær, herbergi Söru Mistar er komið áleiðis, fötin hennar eru komin í kommóðu en enn vantar eina hillu með bókum og dóti. Herbergi Kristjáns er í aðeins verra ásigkomulagi, þar sem það vantar hillu sem er ennþá naglföst í gömlu íbúðinni. Fataskápurinn hans er kominn upp en fötin eru enn í poka á gólfinu. Sjónvarpsholið er komið upp í mjög beisikk mynd; sófi, sjónvarp og DVD spilari! Ég er aðeins byrjuð að raða í eldhúsið, en þar sem höldurnar eru ekki enn komnar, vil ég ekki setja of mikið í skúffurnar. Enn vantar líka hurðarhúna á allar hurðir og forstofuhurðin er ekki komin í.
Núna erum við samt flutt og þá getum við dúllað okkur í því sem eftir er.
Kveðja,
Hildur
Fataherbergið okkar hjóna komst þó upp og í gang í gær, herbergi Söru Mistar er komið áleiðis, fötin hennar eru komin í kommóðu en enn vantar eina hillu með bókum og dóti. Herbergi Kristjáns er í aðeins verra ásigkomulagi, þar sem það vantar hillu sem er ennþá naglföst í gömlu íbúðinni. Fataskápurinn hans er kominn upp en fötin eru enn í poka á gólfinu. Sjónvarpsholið er komið upp í mjög beisikk mynd; sófi, sjónvarp og DVD spilari! Ég er aðeins byrjuð að raða í eldhúsið, en þar sem höldurnar eru ekki enn komnar, vil ég ekki setja of mikið í skúffurnar. Enn vantar líka hurðarhúna á allar hurðir og forstofuhurðin er ekki komin í.
Núna erum við samt flutt og þá getum við dúllað okkur í því sem eftir er.
Kveðja,
Hildur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)