Við fengum lóð! Í dag fór lóðaval fram í Reykjavík og þó að við værum númer 22 á biðlista kom samt að okkur. Ég valdi Döllugötu 5, þar sem hún var ein þriggja sem voru eftir. Döllugata 3 fór á eftir mér og Döllugata 7 fór ekki út. Þá er bara að bíða. Væntanlega afhending á lóð er í nóvember á næsta ári!!
miðvikudagur, 5. desember 2007
þriðjudagur, 27. nóvember 2007
Reynisvatnsás
Jæja, á morgun rennur út fresturinn til að skila inn gögnum. Við skiluðum inn á föstudag. Valið fer svo fram á miðvikudaginn í næstu viku (8 dagar). Nú er bara að krossa fingur og vona það besta.
þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Eitthvað að gerast?
Það var dregið úr umsóknum um lóðir við Reynisvatnsás í gær og við fengum tölvupóst, rosa glöð að sjá það. En svo reyndumst við vera á biðlista, nr. 22 á biðlista nánar tiltekið. Nú verðum við bara að bíða og vona. Það þarf að skila inn fylgigögnum fyrir 28. nóvember, en ég veit ekki hvort við þurfum að gera það líka. Svo fer valið fram 5. des. Gaman að sjá hvað kemur útúr því.
sunnudagur, 19. ágúst 2007
Íbúð fyrir ofan bílskúr
Aftur, ef ég er að hugsa um mömmu: http://www.houseplans.com/plan_details.asp?id=13642 það er ágætt að leita eftir teikningum af bílskúrum með íbúðarými.
Þetta finnst mér mjög skemmtilegt
http://www.drummonddesigns.com/plan/detail.html?planid=1001612 það er tiltölulega auðveldlega hægt að breyta því í hús í hlíð. þetta er svipað og einu áðan, ekki bæði tv stofa og setustofa, en það er flott þvottahús og er skrifstofa niðri og 4 herb uppi. Þetta er grunnhugmynd sem ég vann með og breytti aðeins. Það sem vantar kannski aðallega þarna er útgangur af neðri (þ.e. efri á teikningu) hæðinni út í garðinn.
Fleiri teikningar
Mér finnst þetta svolítið skemmtilegt: http://www.drummonddesigns.com/plan/detail.html?planid=1001667 maður þyrfti að breyta því eitthvað aðeins, því það tekur svo mikið pláss í grunninn, en bílskúrinn er líka kannski fullstór.
Tveggja íbúða hús
Þetta er vel stórt http://www.drummonddesigns.com/plan/detail.html?planid=1001648 en fínt ef við erum að hugsa eitthvað með mömmu. Þetta er líka hugsað í hlíð, svo það er hentugt. Það er að vísu bara 1 svefnherb. í aukaíbúðinni og engin forstofa, en væri hægt að nota hugmyndina.
Aðeins minna
Voða amerískt, en þetta er aðeins minna http://www.drummonddesigns.com/plan/detail.html?planid=1001745 þarna er ekki bæði tv-herb og setustofa, en það er "skrifstofa" á neðri hæð og svo 4 svefnherb uppi. Það væri hægt að breyta þessu í hús í hlíð með smá tilfærslum á hjónabaði.
Skemmtilegt
Þetta er líka flott: http://www.drummonddesigns.com/plan/detail.html?planid=1002169 þetta hús er 17m á breidd og 11 m á dýpt. Það er eiginlega öfugt, en það er með góða gleymslu, þvottahús, gott borðpláss í eldhúsi og tv herb við hliðina á eldhúsi. Þetta er hús sem væri erfiðara að breyta í hús í hlíð. En það hefur alla eiginleika sem ég er að leita að. Eins og lýsingin segir:
1st level: 9' ceiling. Closed foyer with coat closet, formal living room, family room with fireplace and double door access to rear screened porch, formal dining room, kitchen with walk-in pantry, breakfast room with double door access to rear porch, half-bath, laundry room, storage facilities. 2nd level: Master bedroom suite with walk-in closet, reading area and private bathroom, three secondary bedrooms, full bathroom, playroom above garage.
1st level: 9' ceiling. Closed foyer with coat closet, formal living room, family room with fireplace and double door access to rear screened porch, formal dining room, kitchen with walk-in pantry, breakfast room with double door access to rear porch, half-bath, laundry room, storage facilities. 2nd level: Master bedroom suite with walk-in closet, reading area and private bathroom, three secondary bedrooms, full bathroom, playroom above garage.
Skemmtileg teikning með möguleika
http://www.drummonddesigns.com/plan/detail.html?planid=1002315 þetta hús er 12m að breidd x 14m að dýpt. Þarna væri hægt að hafa svalir ofan á stofu/borðstofu, eða gera annað herbergi. Ég myndi líka sleppa stiganum sem er greinilega niður í kjallara og er í eldhúsinu, þá stækkar eldhúsið sem því nemur. En það er ekkert þvottahús í þessu húsi, hmmm... Það væri mögulega hægt að breyta þessu húsi í tveggja hæða í hlíð, þar sem efri hæðin breytist í neðri hæð og veggurinn sem "niðri" (í suður) er inní hlíðinni og getur verið gluggalaus. Þá væri hægt að setja þvottahús þar sem núna á að vera opið niður í forstofuna. Bílskúrinn er reyndar svolítið lítill. Já, nokkrir punktar.
fimmtudagur, 16. ágúst 2007
Fyrsta færslan
Alltaf klassísk byrjun. Nú er ég að byrja á þessu bloggi og tileinka það vonandi væntanlegri húsbyggingu! Við erum búin að búa í íbúðinni okkar hér við Suðurvang í Hafnarfirði núna í 5 ár og þar er ansi mikið farið að þrengja að okkur. Okkur dauðlangar svo að fá lóð og byggja hús, en eftir tvær tilraunir hefur enn ekkert gerst. Núna bíðum við eftir næstu lóðaúthlutunum í Rvík og Hfj en þær eiga að vera í haust. Nú er bara að bíða og vona!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)