sunnudagur, 19. ágúst 2007

Skemmtileg teikning með möguleika

http://www.drummonddesigns.com/plan/detail.html?planid=1002315 þetta hús er 12m að breidd x 14m að dýpt. Þarna væri hægt að hafa svalir ofan á stofu/borðstofu, eða gera annað herbergi. Ég myndi líka sleppa stiganum sem er greinilega niður í kjallara og er í eldhúsinu, þá stækkar eldhúsið sem því nemur. En það er ekkert þvottahús í þessu húsi, hmmm... Það væri mögulega hægt að breyta þessu húsi í tveggja hæða í hlíð, þar sem efri hæðin breytist í neðri hæð og veggurinn sem "niðri" (í suður) er inní hlíðinni og getur verið gluggalaus. Þá væri hægt að setja þvottahús þar sem núna á að vera opið niður í forstofuna. Bílskúrinn er reyndar svolítið lítill. Já, nokkrir punktar.

Engin ummæli: