fimmtudagur, 25. september 2008
Framkvæmdir að hefjast
Rikki var í sambandi við Árna, verktakann, í morgun. Hann er búinn að koma píparanum í gang að koma ofnunum upp. Rikki ætlar að hitta þá á morgun til að koma á hreint hvar við viljum hafa ofna. Svo förum við til Montreal og verðum að salta meiri aðgerðir hjá okkur fram yfir helgi.
föstudagur, 19. september 2008
Nýtt að gerast
Jæja, þá erum við komin vel á veg með annað hús. Lóðinni að Döllugötu var skilað í vor og við tóku sumarfrí og pælingar. Eftir sumarfrí fórum við aftur á fullt að leita okkur að húsi og fundum þetta líka fína raðhús á Völlunum. Það er á Klukkuvöllum 44 og er um 220 fm að stærð (með bílskúr). Það eru 4 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og sjónvarpshol á efri hæðinni en á neðri er bílskúrinn, eldhús, stofa, gestaklósett og forstofa. Við erum mjög ánægð með skipulagið, sérstaklega stærðina á barnaherbergjunum, þau eru frá 11,1 fm uppí rúmlega 13 fm. Eini ókosturinn er að það er ekki innangengt milli bílskúrs og íbúðar. En við lifum það nú af.
Tilboði sem við gerðum í húsið var tekið, öll lán eru komin í gegn, en nú á bara eftir að skrifa undir kaupsamning. Nú erum við bara á fullu að undirbúa okkur við að hefja framkvæmdir. Ójá, húsið skilast rúmlega fokhelt. Það er einingahús, svo að allir útveggir eru einangraðir, allar tengingar eru komnar inn í hús, þ.e. rafmagn, vatn oþh. Ofnar verða uppsettir og hiti kominn inn og gólf verða flotuð og tilbúin undir gólfefni. Að utan er húsið alveg tilbúið með salla, að aftan er lóð grófjöfnuð en að framan er búið að helluleggja bílastæði með hitalögn (ótengd) og smá grasflöt og sorptunnuskýli komið.
Það fyrsta sem liggur fyrir okkur er að einangra loftið á efri hæð. Svo að sandspartla útveggi. Setja upp inni veggi og spartla og svo innréttingar, tæki, hurðir og gólf. Allt þetta þurfum við að klára á 3 mánuðum, ja eða meira að segja innan við það. Því við þurfum að afhenda okkar íbúð 15. desember!
Ég ætla að ná í myndir af Moggavef og pósta hér inn. Svo þarf ég nú að taka myndir sjálf að innan til að sýna hvernig þetta gengur hjá okkur.
Kveðja að sinni.
Tilboði sem við gerðum í húsið var tekið, öll lán eru komin í gegn, en nú á bara eftir að skrifa undir kaupsamning. Nú erum við bara á fullu að undirbúa okkur við að hefja framkvæmdir. Ójá, húsið skilast rúmlega fokhelt. Það er einingahús, svo að allir útveggir eru einangraðir, allar tengingar eru komnar inn í hús, þ.e. rafmagn, vatn oþh. Ofnar verða uppsettir og hiti kominn inn og gólf verða flotuð og tilbúin undir gólfefni. Að utan er húsið alveg tilbúið með salla, að aftan er lóð grófjöfnuð en að framan er búið að helluleggja bílastæði með hitalögn (ótengd) og smá grasflöt og sorptunnuskýli komið.
Það fyrsta sem liggur fyrir okkur er að einangra loftið á efri hæð. Svo að sandspartla útveggi. Setja upp inni veggi og spartla og svo innréttingar, tæki, hurðir og gólf. Allt þetta þurfum við að klára á 3 mánuðum, ja eða meira að segja innan við það. Því við þurfum að afhenda okkar íbúð 15. desember!
Ég ætla að ná í myndir af Moggavef og pósta hér inn. Svo þarf ég nú að taka myndir sjálf að innan til að sýna hvernig þetta gengur hjá okkur.
Kveðja að sinni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)