Þá er miklum áfanga náð. Gesta klósettið er komið í gang! Klósettið sjálft var tengt og vígt í gær, hahaha. Innréttingin er líka komin upp, en slöngurnar fyrir blöndunartækin voru ekki alveg nógu langar, svo það er eftir. Freyr fór uppí hús áðan og ætlaði að byrja að koma upp hurðarkörmunum tveimur á neðri hæðinni, svo hægt sé að koma hurðunum þar upp á morgun. Hann ætlaði svo líka í borðplötuna, en mér skilst að það sé eitthvað vesen á henni. Vonandi kemst hún samt í gang í dag.
Á meðan sit ég heima með Kristján veikan og pakka.
miðvikudagur, 28. janúar 2009
sunnudagur, 25. janúar 2009
Parket að klárast
Þá er parketlögnin að klárast. Rikki og Boggi eru búnir að vera sveittir í dag að koma því niður. Þeir ætluðu að klára áður en þeir færu heim. Fúgan kemur þá vonandi á morgun ásamt borðplötunni. Freyr kom líka á föstudaginn og setti upp tvo hurðarkarma í viðbót og festi hurðarnar á þá tvo sem komnir voru. Hérna eru nokkrar myndir af parketinu á neðri hæðinni:
Hérna sést inní eldhúsið og hvernig parket og flísar koma saman. Það var verið að líma niður listann sem er á milli parkets og flísa, þess vegna eru þessir bunkar af parketi og parketdúk á samskeytunum.
Hérna sést inní eldhúsið og hvernig parket og flísar koma saman. Það var verið að líma niður listann sem er á milli parkets og flísa, þess vegna eru þessir bunkar af parketi og parketdúk á samskeytunum.
laugardagur, 24. janúar 2009
Framgangur
Jæja, það er allt á blússandi ferð, þó að Rikki sé að spila báða dagana þessa helgi. Hérna koma myndir af flísunum og fleiru. Freyr er búinn að setja tvo hurðarkarma í og Siggi er búinn að vera á fullu að koma upp tenglum og rofum. Parketið er búið á efri hæð og á morgun búumst við við að geta sett allt á neðri hæðina. Þá ætti að vera hægt að fúga líka flísarnar. Borðplatan er tilbúin og bíður þess bara að vera sótt. Við stefnum á að gera það á mánudaginn, svo vonandi kemst eldhúsið upp og í gang snemma í vikunni. Svo tefst alltaf allt meira en maður heldur.
Jæja, hérna koma myndirnar.
þriðjudagur, 20. janúar 2009
Allt á fullu
fullt af fólki uppí húsi núna að vinna. Hákon frændi Rikka kom og byrjaði að setja niður flísarnar á gólfið í eldhúsinu. Það er vandasamt verk því það þurfti að byrja yst og vinna sig inn, sem er auðvitað öfugt á við hvað maður gerir vanalega. En af því að það þurfti að vera ein flís á horni þar sem parket og flísar mætast, þá varð að byrja þar. Þá lagði Hákon nokkrar flísarendur yfir og stoppaði svo, heldur áfram á morgun.
Boggi var svo kominn líka og mér sýndist hann vera kominn í parketlögnina með Rikka inní hjónaherbergi. Afarnir báðir voru líka og ætli þeir fari ekki í að leggja parketið á gestaherbergið ásamt Hákoni. Freyr smiður byrjaði að setja saman einn hurðarkarm, en mér skilst að eitthvað vanti í það til að koma honum í. Hann ætlaði svo að fara í að klára þvottahúsið. Siggi frændi er kominn líka og byrjaður að drita upp tenglum og rofum.
Svo það er bara allt á fullu og vonandi heldur vinnan jafnvel áfram á morgun.
Boggi var svo kominn líka og mér sýndist hann vera kominn í parketlögnina með Rikka inní hjónaherbergi. Afarnir báðir voru líka og ætli þeir fari ekki í að leggja parketið á gestaherbergið ásamt Hákoni. Freyr smiður byrjaði að setja saman einn hurðarkarm, en mér skilst að eitthvað vanti í það til að koma honum í. Hann ætlaði svo að fara í að klára þvottahúsið. Siggi frændi er kominn líka og byrjaður að drita upp tenglum og rofum.
Svo það er bara allt á fullu og vonandi heldur vinnan jafnvel áfram á morgun.
Parket
Þá er komið parket á bæði barnaherbergin, sjónvarpsholið og ganginn fram að svalahurð. Hérna eru nokkrar myndir, líka af eldhúsinu. Það var búið að taka svo vel til þar. Borðplatan kom ekki í dag, en ég ætla að hringja á morgun og tékka á stöðunni.
sunnudagur, 18. janúar 2009
parketlögn byrjuð
Þá er öll málningarvinna búin og parket komið af stað. Siggi frændi komst ekkert um helgina, en vonandi kemst hann strax á morgun. Það er komið parket í sjónvarpsholið og á morgun ætti það að komast inn í bæði barnaherbergin. Vonandi hjónaherbergið líka. Þá erum við farin að huga að því að koma flísunum niður. Vonandi getur Hákon frændi Rikka komist í það fljótlega í vikunni. Borðplatan á að koma á morgun, en við sjáum nú til hvernig það fer. Geymdi að taka myndavélina með mér áðan til að taka myndir af parketinu, en kannski á morgun tekst mér það.
Þar til næst.
Hildur
Þar til næst.
Hildur
föstudagur, 16. janúar 2009
Nýjar myndir
teknar í gær. Þá sjást loksins myndir af eldhúsinnréttingunni með réttu tungunni. Það eru auðvitað bara komnir grunnskáparnir, engar hurðir, skúffur eða hliðarklæðningar. Svo eru líka nokkrar myndir af efri hæðinni eftir málum sem og ein mynd af halógen kastörunum sem Siggi var búinn að koma upp.
Málningarvinnan heldur áfram í kvöld, vonandi gengur það vel.
Málningarvinnan heldur áfram í kvöld, vonandi gengur það vel.
Málning byrjuð
Í gær byrjuðum við að mála. Við fengum góða hjálp, Rikki hóaði saman bróður sínum, Valda úr vinnunni, afa og pabba sínum og við Brynja komum svo líka. Það er búið að mála eina umferð yfir allt uppi, nema baðherbergið (og auðvitað þvottahúsið, því það er ekki búið að klára að gipsa það, né spartla). Ég grunnaði forstofuna og gesta klósettið, en grunnurinn kláraðist, svo ég gat ekki grunnað allt. Í kvöld heldur vinnan svo áfram, en það eru ekki eins margir sem komast í kvöld, svo þetta gengur sjálfsagt eitthvað hægar. Vonandi getum við byrjað á parketlögn um helgina. Nú er ég farin að vera óþolinmóð.
miðvikudagur, 14. janúar 2009
Farin að sjá fyrir endann
Ég ætlaði að taka myndir og sýna ykkur, en þá var myndavélin batteríslaus, damn! Jæja, nú erum við farin að sjá fyrir endann á þessu (7-9-13). Málarinn fór eitthvert út á land í gær og skildi okkur eftir með hálfklárað verk. Það er svo sem ekki mikið eftir, en Rikki er búinn að klára það næstum allt á 2 dögum. Nú á bara eftir að grunna nokkra veggi í forstofu, gestabaði og undir stiga. Á morgun er stefnt að því að byrja að mála og vonum við að það gangi vel og geti að mestu klárast á föstudag. Siggi frændi festi líka upp flest halógen ljósin á neðri hæðinni, það eru bara 2 ljós í eldhúsi eftir. Ef áætlunin gengur eftir og málningarvinna verður búin fyrir helgi, þá getur Siggi frændi vonandi komið um helgina og klárað að setja tengla og rofa. Parketvinna og flísavinna getur þá hafist líka samhliða um helgina. Núna erum við farin að sjá fyrir endann á þessu.
Jibbí!!
Jibbí!!
fimmtudagur, 8. janúar 2009
Myndir
Gat komið myndunum inn sem ég ætlaði að gera í gær, þær eru í póstum fyrir neðan, gamlar og nýrri myndir. Þó eru reyndar nýrri myndirnar orðnar gamlar núna.
Í dag voru málararnir á fullu og ég hef það eftir óstaðfestum fregnum að þeir muni grunna efri hæðina á morgun. Vonandi gengur það upp, en kannski ná þeir ekki að klára allt. Þá vonandi bara strax á mánudag. Um helgina getum við þá vonandi farið að flísaleggja og byrja að mála!
Hérna er svo mynd úr IKEA forritinu sem sýnir nýja fyrirkomulagið á tungunni. Þetta er svolítið skemmtilegt sjónarhorn. Ég setti bara einhverja barstóla við borðið, en þeir verða ekkert endilega svona. Þessi hvíti "skápur" sem er þarna hægra megin á veggnum og sést aðeins í hornið á, er ísskápurinn.
Hérna er svo önnur mynd með öðru sjónarhorni. Þarna er eins og myndin sé tekin rétt fyrir utan gluggann (eiginlega í veggnum), út eldhúsið yfir tunguna og inn í stofuna. Þarna sjást líka háu skáparnir við hliðina á ísskápnum.
Þegar ég horfi svo á þessar myndir svona, þá man ég eftir að við Rikki vorum eitthvað að pæla í hvort við ættum að hafa klæðninguna á veggskápunum (sem eru hægra megin á neðri myndinni) í sama svarbrúna lit, eða svona hvíta eins og þeir eru á myndinni. Ég setti þá hvíta og keypti þá svoleiðis, en Rikki var eitthvað efins með það og vildi spá í að hafa þá svarbrúna.
Jæja, best að gera eitthvað að gagni...
pælingar
Ég reyndi að setja inn myndir í gær, en það komu alltaf einhver villuskilaboð, svo ég gafst upp, prófa aftur í kvöld.
En það sem ég ætlaði að skrifa um núna eru pælingar varðandi eldhúsið. Ég var búin að krota í gólfið útlínur þar sem innréttingin átti að koma og skv. teikningum vissi ég alveg frá byrjun að gangvegurinn inn í eldhúsið yrði í þrengri kantinum. Við ákváðum samt að láta á það reyna og setja skápana upp. Þegar þeir voru svo komnir upp sáum við að þetta var ansi þröngt.
Þessi mynd er kannski frekar lítil, en ef þið smellið á hana, þá kemur hún stærri og þá sést þetta betur. Aftan á tungunni var svo hugmynd að setja borðplötu í hæð á við venjulegt eldhúsborð, svo hægt væri að sitja við hana á venjulegum stólum. Við hugsuðum þetta aðallega útaf börnunum, vildum ekki að þau væru að klöngrast upp á háa stóla. Jæja, svo fórum við að velta þessu fyrir okkur. Við vildum ekki missa af borðplássinu, en fannst þetta samt svolítið þröngt. Þá kom upp hugmynd að stytta annan skápinn úr 60cm í 30cm og fá þannig auka 30cm í gangveg. Ég gat svo ekki betur séð en að svoleiðis stærð á skáp væri ekki til í IKEA, að mjóasti skápurinn væri 40cm (alla vega skv. 2009 bæklingnum þeirra). Svo við ákváðum þá bara að halda þessu svona, enda vildum við ekki missa setusvæðið. Jæja, svo fór Rikki uppí hús í gær með bróður sínum og þeir fóru aftur að velta þessu fyrir sér. Rikki er líka svo mikið að spá í að honum finnst eldhúsið ná svo langt inní stofu og finnst stofan vera orðin svo lítil fyrir vikið. NB stofan er stærri en sést á þessari mynd þarna. Veggurinn er næstum 11m yfir en á myndinni er hann sýndur bara 7m. Kristján var á þeirri skoðun að það ætti bara að taka heilan skáp úr (eða minnka einn skáp) í "lengjunni", þ.e. á þeim vegg sem er til vinstri á myndinni, og stytta þannig eldhúsið sem því nemur, einnig að taka einn skáp af tungunni. Við Rikki vorum sammála því að við viljum ekki stytta lengjuna, en erum alveg til í að stytta tunguna. Það sem við erum þá væntanlega komin á núna er að stytta tunguna þannig að við tökum báða 60cm skápana og setjum einn 80cm í staðinn. Breytum svo borðplötunni þannig að hún verði í sömu hæð og borðplatan á skápunum og fáum þannig meiri stofulúkk á setusvæðið. Börnin verða bara að læra að um gangast háa stóla og svo eru þau að stækka hratt og þetta verður ekkert mál eftir 1-2 ár. Þá ætlum við líka að láta borðplötuna ná fyrir hornið á tungunni og vera í L og þá fáum við auka setupláss á endann. Borðplatan þarf ekki að vera nema ca. 30cm djúp þegar hún kemur svona í framhaldi af hinni plötunni og þó að við séum þá komin nálægt því sem við vorum áður með tvo 60cm skápa, þá verður svæðið samt opnara með bara borðplötu heldur en með heilum skáp sem nær alveg niður. Þá er bara að kaupa nýjan skáp í IKEA og skila einhverju dóti, setja aðeins pásu á borðplötumælingargæjann (sem átti að koma í gær, en lét ekkert í sér heyra), og sjá hvernig þetta kemur út.
Þar til næst.
HK
miðvikudagur, 7. janúar 2009
Nýrri myndir - taka tvö
Hérna eru fyrstu myndirnar af uppsetningu eldhúsinnréttingarinnar. Fleiri myndir vonandi á næstunni.
Allir neðri skáparnir eru komnir upp núna og báðir háu skáparnir. Það var mikið vesen með ofnaskápinn. Rikka fannst ofninn vera alltof neðarlega þegar hann var kominn í skápinn og fór í miklar pælingar og smá tilfærslur til að hækka hann upp. Það tókst að lokum og er komið í lag núna.
Allir neðri skáparnir eru komnir upp núna og báðir háu skáparnir. Það var mikið vesen með ofnaskápinn. Rikka fannst ofninn vera alltof neðarlega þegar hann var kominn í skápinn og fór í miklar pælingar og smá tilfærslur til að hækka hann upp. Það tókst að lokum og er komið í lag núna.
sunnudagur, 4. janúar 2009
Jólafríið búið
Jæja, þá er jólafríið búið og nú þurfa hendur að standa fram úr ermum. Það er lítið búið að gerast síðan fyrir jól. Málarinn kom ekkert milli jóla og nýárs, en píparinn kom reyndar aðeins. Hann kláraði eitthvað sem var eftir og setti þrýstingsmæla á kerfið til að athuga hvort þrýstingurinn haldist reglulegur, uppá hvort leki sé einhvers staðar. Mér skilst nú á Rikka að annar mælirinn sé ekkert alltof stöðugur, en að píparinn hafi ekki haft miklar áhyggjur af því og haldi að jafnvel sé bara einhvers staðar tappi sem er ekki nógu vel skrúfaður á.
Lofttúðan í þvottahúsinu lekur enn og lak víst svolítið í gær þegar það var rigning beint að ofan. Eitthvað þarf að kanna þetta vel.
Rikki fór annars á föstudaginn ásamt bróður sínum og pabba og þá kláraði Rikki að tvöfalda gipsvegginn í forstofunni í kringum rafmagnstöfluna, svo málararnir geta farið að spartla þar. En Kristján og Bjössi skrúfuðu saman fullt af eldhússkápum.
Í gær fórum við Rikki á smá útsölurúnt og náðum að eyða helling af peningum. Fórum í IKEA og festum kaup á háum skáp fyrir baðherbergið, en þá erum við alveg komin með fína innréttingu á baðið. Við keyptum líka halógenljós fyrir loftin á neðri hæðinni, þau voru í raun búin, en einhver hafði skilað nokkrum pökkum, svo við gátum akkúrat keypt það sem okkur vantaði. Einnig keyptum við vírkörfur í fataskápana, þ.e. nóg fyrir fataherbergið og forstofuna og jafnvel eitthvað auka líka. Við keyrðum svo alla leið í næstu búð við hliðina á, þ.e.a.s. Byko og keyptum þar screen gardínur í báðar svalahurðirnar á afslætti og festum þá líka kaup á blöndunartækjum fyrir sturtuna. Við fengum blöndunartæki fyrir baðið hjá Kjartani, manni Birnu sem vinnur með mér, en hann átti ekki tæki fyrir sturtuna. Þessi eru alveg eins, þ.e. í stíl og við fengum þau næstum því á 50% afslætti, ja eða kannski á um 40% afsl.
Í dag er stefnan hjá mér að fara aftur í IKEA og ná í það sem vantaði af skápunum sem við keyptum (þurfti að sækja á "efri lager") og jafnvel festa kaup á málningu. Þar sem eldhússkáparnir eru flestir komnir saman eru Rikki og Freyr farnir uppí hús og mér skilst að stefnan í dag sé að byrja að skrúfa upp eldhúsinnréttinguna. Þeir ætla líka að byggja kassann utan um klósettið á neðri hæðinni og bora út fyrir halógenljósunum svo að Siggi geti bara byrjað á að draga í þær dósir og tengja ljósin. Fljótlega í vikunni ættum við líka að geta byrjað að mála neðri hæðina og þá getur Siggi klárað allt rafmagnsvesen þar, setja alla rofa og tengla oþh.
Jæja, best að koma sér að verki...
Lofttúðan í þvottahúsinu lekur enn og lak víst svolítið í gær þegar það var rigning beint að ofan. Eitthvað þarf að kanna þetta vel.
Rikki fór annars á föstudaginn ásamt bróður sínum og pabba og þá kláraði Rikki að tvöfalda gipsvegginn í forstofunni í kringum rafmagnstöfluna, svo málararnir geta farið að spartla þar. En Kristján og Bjössi skrúfuðu saman fullt af eldhússkápum.
Í gær fórum við Rikki á smá útsölurúnt og náðum að eyða helling af peningum. Fórum í IKEA og festum kaup á háum skáp fyrir baðherbergið, en þá erum við alveg komin með fína innréttingu á baðið. Við keyptum líka halógenljós fyrir loftin á neðri hæðinni, þau voru í raun búin, en einhver hafði skilað nokkrum pökkum, svo við gátum akkúrat keypt það sem okkur vantaði. Einnig keyptum við vírkörfur í fataskápana, þ.e. nóg fyrir fataherbergið og forstofuna og jafnvel eitthvað auka líka. Við keyrðum svo alla leið í næstu búð við hliðina á, þ.e.a.s. Byko og keyptum þar screen gardínur í báðar svalahurðirnar á afslætti og festum þá líka kaup á blöndunartækjum fyrir sturtuna. Við fengum blöndunartæki fyrir baðið hjá Kjartani, manni Birnu sem vinnur með mér, en hann átti ekki tæki fyrir sturtuna. Þessi eru alveg eins, þ.e. í stíl og við fengum þau næstum því á 50% afslætti, ja eða kannski á um 40% afsl.
Í dag er stefnan hjá mér að fara aftur í IKEA og ná í það sem vantaði af skápunum sem við keyptum (þurfti að sækja á "efri lager") og jafnvel festa kaup á málningu. Þar sem eldhússkáparnir eru flestir komnir saman eru Rikki og Freyr farnir uppí hús og mér skilst að stefnan í dag sé að byrja að skrúfa upp eldhúsinnréttinguna. Þeir ætla líka að byggja kassann utan um klósettið á neðri hæðinni og bora út fyrir halógenljósunum svo að Siggi geti bara byrjað á að draga í þær dósir og tengja ljósin. Fljótlega í vikunni ættum við líka að geta byrjað að mála neðri hæðina og þá getur Siggi klárað allt rafmagnsvesen þar, setja alla rofa og tengla oþh.
Jæja, best að koma sér að verki...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)