fimmtudagur, 8. janúar 2009

pælingar

Ég reyndi að setja inn myndir í gær, en það komu alltaf einhver villuskilaboð, svo ég gafst upp, prófa aftur í kvöld.


En það sem ég ætlaði að skrifa um núna eru pælingar varðandi eldhúsið. Ég var búin að krota í gólfið útlínur þar sem innréttingin átti að koma og skv. teikningum vissi ég alveg frá byrjun að gangvegurinn inn í eldhúsið yrði í þrengri kantinum. Við ákváðum samt að láta á það reyna og setja skápana upp. Þegar þeir voru svo komnir upp sáum við að þetta var ansi þröngt.
Þessi mynd er kannski frekar lítil, en ef þið smellið á hana, þá kemur hún stærri og þá sést þetta betur. Aftan á tungunni var svo hugmynd að setja borðplötu í hæð á við venjulegt eldhúsborð, svo hægt væri að sitja við hana á venjulegum stólum. Við hugsuðum þetta aðallega útaf börnunum, vildum ekki að þau væru að klöngrast upp á háa stóla. Jæja, svo fórum við að velta þessu fyrir okkur. Við vildum ekki missa af borðplássinu, en fannst þetta samt svolítið þröngt. Þá kom upp hugmynd að stytta annan skápinn úr 60cm í 30cm og fá þannig auka 30cm í gangveg. Ég gat svo ekki betur séð en að svoleiðis stærð á skáp væri ekki til í IKEA, að mjóasti skápurinn væri 40cm (alla vega skv. 2009 bæklingnum þeirra). Svo við ákváðum þá bara að halda þessu svona, enda vildum við ekki missa setusvæðið. Jæja, svo fór Rikki uppí hús í gær með bróður sínum og þeir fóru aftur að velta þessu fyrir sér. Rikki er líka svo mikið að spá í að honum finnst eldhúsið ná svo langt inní stofu og finnst stofan vera orðin svo lítil fyrir vikið. NB stofan er stærri en sést á þessari mynd þarna. Veggurinn er næstum 11m yfir en á myndinni er hann sýndur bara 7m. Kristján var á þeirri skoðun að það ætti bara að taka heilan skáp úr (eða minnka einn skáp) í "lengjunni", þ.e. á þeim vegg sem er til vinstri á myndinni, og stytta þannig eldhúsið sem því nemur, einnig að taka einn skáp af tungunni. Við Rikki vorum sammála því að við viljum ekki stytta lengjuna, en erum alveg til í að stytta tunguna. Það sem við erum þá væntanlega komin á núna er að stytta tunguna þannig að við tökum báða 60cm skápana og setjum einn 80cm í staðinn. Breytum svo borðplötunni þannig að hún verði í sömu hæð og borðplatan á skápunum og fáum þannig meiri stofulúkk á setusvæðið. Börnin verða bara að læra að um gangast háa stóla og svo eru þau að stækka hratt og þetta verður ekkert mál eftir 1-2 ár. Þá ætlum við líka að láta borðplötuna ná fyrir hornið á tungunni og vera í L og þá fáum við auka setupláss á endann. Borðplatan þarf ekki að vera nema ca. 30cm djúp þegar hún kemur svona í framhaldi af hinni plötunni og þó að við séum þá komin nálægt því sem við vorum áður með tvo 60cm skápa, þá verður svæðið samt opnara með bara borðplötu heldur en með heilum skáp sem nær alveg niður. Þá er bara að kaupa nýjan skáp í IKEA og skila einhverju dóti, setja aðeins pásu á borðplötumælingargæjann (sem átti að koma í gær, en lét ekkert í sér heyra), og sjá hvernig þetta kemur út.
Þar til næst.
HK

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ, en hvað með borðplötuna á endann er ekki hægt að fá plötu sem hægt er að leggja niður, þannig að eingöngu þegar þið sætuð við borðið væri gönguplássið minna ? kv. Brynja sys