þriðjudagur, 20. janúar 2009

Parket

Þá er komið parket á bæði barnaherbergin, sjónvarpsholið og ganginn fram að svalahurð. Hérna eru nokkrar myndir, líka af eldhúsinu. Það var búið að taka svo vel til þar. Borðplatan kom ekki í dag, en ég ætla að hringja á morgun og tékka á stöðunni.
Gangur út á svalir.
Kristján Björn og Kristján Jóhann að leggja parket inni hjá Kristjáni Daníeli!
Annað hornið í Söru herbergi
Hitt hornið. Parketið er meira svona á litinn. Það kemur smá bleikur blær á það á myndunum í ákveðnu ljósi. En í raun er það meira svona. Ofnskápurinn, hægra megin við hann kemur ísskápurinn.
Séð úr eldhúsinu fram í stofu.
Snyrtilegt eldhús bíður eftir borðplötu.

Engin ummæli: