föstudagur, 16. janúar 2009

Málning byrjuð

Í gær byrjuðum við að mála. Við fengum góða hjálp, Rikki hóaði saman bróður sínum, Valda úr vinnunni, afa og pabba sínum og við Brynja komum svo líka. Það er búið að mála eina umferð yfir allt uppi, nema baðherbergið (og auðvitað þvottahúsið, því það er ekki búið að klára að gipsa það, né spartla). Ég grunnaði forstofuna og gesta klósettið, en grunnurinn kláraðist, svo ég gat ekki grunnað allt. Í kvöld heldur vinnan svo áfram, en það eru ekki eins margir sem komast í kvöld, svo þetta gengur sjálfsagt eitthvað hægar. Vonandi getum við byrjað á parketlögn um helgina. Nú er ég farin að vera óþolinmóð.

Engin ummæli: