Þá er öll málningarvinna búin og parket komið af stað. Siggi frændi komst ekkert um helgina, en vonandi kemst hann strax á morgun. Það er komið parket í sjónvarpsholið og á morgun ætti það að komast inn í bæði barnaherbergin. Vonandi hjónaherbergið líka. Þá erum við farin að huga að því að koma flísunum niður. Vonandi getur Hákon frændi Rikka komist í það fljótlega í vikunni. Borðplatan á að koma á morgun, en við sjáum nú til hvernig það fer. Geymdi að taka myndavélina með mér áðan til að taka myndir af parketinu, en kannski á morgun tekst mér það.
Þar til næst.
Hildur
sunnudagur, 18. janúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli