fimmtudagur, 8. janúar 2009

Myndir

Gat komið myndunum inn sem ég ætlaði að gera í gær, þær eru í póstum fyrir neðan, gamlar og nýrri myndir. Þó eru reyndar nýrri myndirnar orðnar gamlar núna.

Í dag voru málararnir á fullu og ég hef það eftir óstaðfestum fregnum að þeir muni grunna efri hæðina á morgun. Vonandi gengur það upp, en kannski ná þeir ekki að klára allt. Þá vonandi bara strax á mánudag. Um helgina getum við þá vonandi farið að flísaleggja og byrja að mála!
Hérna er svo mynd úr IKEA forritinu sem sýnir nýja fyrirkomulagið á tungunni. Þetta er svolítið skemmtilegt sjónarhorn. Ég setti bara einhverja barstóla við borðið, en þeir verða ekkert endilega svona. Þessi hvíti "skápur" sem er þarna hægra megin á veggnum og sést aðeins í hornið á, er ísskápurinn.

Hérna er svo önnur mynd með öðru sjónarhorni. Þarna er eins og myndin sé tekin rétt fyrir utan gluggann (eiginlega í veggnum), út eldhúsið yfir tunguna og inn í stofuna. Þarna sjást líka háu skáparnir við hliðina á ísskápnum.
Þegar ég horfi svo á þessar myndir svona, þá man ég eftir að við Rikki vorum eitthvað að pæla í hvort við ættum að hafa klæðninguna á veggskápunum (sem eru hægra megin á neðri myndinni) í sama svarbrúna lit, eða svona hvíta eins og þeir eru á myndinni. Ég setti þá hvíta og keypti þá svoleiðis, en Rikki var eitthvað efins með það og vildi spá í að hafa þá svarbrúna.
Jæja, best að gera eitthvað að gagni...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Litur vel út :-)
Hlakka bara mikið til að sjá herlegheitin þegar þar að kemur :-)
Hófí

Nafnlaus sagði...

Ferlega flott, kv. Brynja sys