laugardagur, 24. janúar 2009

Framgangur

Jæja, það er allt á blússandi ferð, þó að Rikki sé að spila báða dagana þessa helgi. Hérna koma myndir af flísunum og fleiru. Freyr er búinn að setja tvo hurðarkarma í og Siggi er búinn að vera á fullu að koma upp tenglum og rofum. Parketið er búið á efri hæð og á morgun búumst við við að geta sett allt á neðri hæðina. Þá ætti að vera hægt að fúga líka flísarnar. Borðplatan er tilbúin og bíður þess bara að vera sótt. Við stefnum á að gera það á mánudaginn, svo vonandi kemst eldhúsið upp og í gang snemma í vikunni. Svo tefst alltaf allt meira en maður heldur.

Jæja, hérna koma myndirnar.
Hérna sést eldhúsið
Forstofan...
Gestaklósettið
Nærmynd af flísunum sjálfum
Parketið í kringum stigann uppi
Annar hurðarkarmurinn
Hjónaherbergið, tenglar og rofar við hjónarúmið
Fataherbergið
Er þetta farið að líta út eins og tilbúið hús??? Hurðarkarmur, tenglar og rofar og parket! Það vantar að vísu parketlistana.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Allt að gerast :-)
Flottar flísar og flott parkett :-)
Hófí