Jæja, það er allt á blússandi ferð, þó að Rikki sé að spila báða dagana þessa helgi. Hérna koma myndir af flísunum og fleiru. Freyr er búinn að setja tvo hurðarkarma í og Siggi er búinn að vera á fullu að koma upp tenglum og rofum. Parketið er búið á efri hæð og á morgun búumst við við að geta sett allt á neðri hæðina. Þá ætti að vera hægt að fúga líka flísarnar. Borðplatan er tilbúin og bíður þess bara að vera sótt. Við stefnum á að gera það á mánudaginn, svo vonandi kemst eldhúsið upp og í gang snemma í vikunni. Svo tefst alltaf allt meira en maður heldur.
Jæja, hérna koma myndirnar.
1 ummæli:
Allt að gerast :-)
Flottar flísar og flott parkett :-)
Hófí
Skrifa ummæli