Þá er miklum áfanga náð. Gesta klósettið er komið í gang! Klósettið sjálft var tengt og vígt í gær, hahaha. Innréttingin er líka komin upp, en slöngurnar fyrir blöndunartækin voru ekki alveg nógu langar, svo það er eftir. Freyr fór uppí hús áðan og ætlaði að byrja að koma upp hurðarkörmunum tveimur á neðri hæðinni, svo hægt sé að koma hurðunum þar upp á morgun. Hann ætlaði svo líka í borðplötuna, en mér skilst að það sé eitthvað vesen á henni. Vonandi kemst hún samt í gang í dag.
Á meðan sit ég heima með Kristján veikan og pakka.
miðvikudagur, 28. janúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli