Ég ætlaði að taka myndir og sýna ykkur, en þá var myndavélin batteríslaus, damn! Jæja, nú erum við farin að sjá fyrir endann á þessu (7-9-13). Málarinn fór eitthvert út á land í gær og skildi okkur eftir með hálfklárað verk. Það er svo sem ekki mikið eftir, en Rikki er búinn að klára það næstum allt á 2 dögum. Nú á bara eftir að grunna nokkra veggi í forstofu, gestabaði og undir stiga. Á morgun er stefnt að því að byrja að mála og vonum við að það gangi vel og geti að mestu klárast á föstudag. Siggi frændi festi líka upp flest halógen ljósin á neðri hæðinni, það eru bara 2 ljós í eldhúsi eftir. Ef áætlunin gengur eftir og málningarvinna verður búin fyrir helgi, þá getur Siggi frændi vonandi komið um helgina og klárað að setja tengla og rofa. Parketvinna og flísavinna getur þá hafist líka samhliða um helgina. Núna erum við farin að sjá fyrir endann á þessu.
Jibbí!!
miðvikudagur, 14. janúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli