þriðjudagur, 4. mars 2008

Hittum arkitektinn

Nú erum við búin að hitta arkitektinn í fyrsta sinn. Hann kom hingað og hitti okkur mömmu. Ég sýndi honum hugmyndirnar sem ég hafði og punkta sem ég var búin að skrifa niður. Hann tók þetta allt og svo þarf ég að senda honum mæli- og hæðarblöð. Hann sagðist ekki búast við að geta byrjað neitt á þessu fyrr en um miðjan apríl, en það er alla vega eitthvað farið í gang.

sunnudagur, 2. mars 2008

Mæliblöðin komin!




Mæliblöðin komu loksins í vikunni! Mikið var ég glöð. Byggingarreiturinn okkar er 16,5 m x 17,5 m og er það akkúrat eins og ég var að vonast eftir. Núna er bara að hitta arkitektinn í vikunni og fá hann til að byrja vinnuna. Ég skelli hérna inn grunnmynd af efri hæðinni. Hugmynd sem ég er búin að vera með í kollinum í svolítinn tíma.