miðvikudagur, 5. ágúst 2009

Allt að gerast

Nú er sko allt að gerast til að gera húsið tilbúið fyrir partí! Rikki er búinn að vera sveittur að flísaleggja klósettkassann á gestaklósettinu niðri, sem og að setja flísakant/lista við gólf í forstofu og gestaklósetti. Það kláraðist í dag og þá á bara eftir að fúga herlegheitin. Einnig eigum við eftir að mála smotterí við gluggann á gestaklósettinu og í kringum útidyrahurðina.

Já, ég gleymdi svo að segja frá útiljósunum sem eru komin upp. Siggi frændi kom og hélt áfram með rafmagnið í skúrnum og tengdi útirafmagnið, svo fann Rikki þessi fínu útiljós á ótrúlegu tilboði í Húsasmiðjunni.

Jæja, þangað til næst...

þriðjudagur, 4. ágúst 2009

mánudagur, 3. ágúst 2009

Pallur

Þá er pallurinn kominn upp og fékk sko góða notkun í dag. Fullt hús af góðum gestum. Hérna koma myndir frá vinnslu og tilbúnum palli. Fyrir neðan eru líka myndir af bakgarðinum og húsinu frá því við fengum það fyrst afhent.

sunnudagur, 21. júní 2009

Fleiri myndir

Þá heldur vinnan við frágang áfram. Helstu fréttir síðan síðast eru þær að það eru komnir efri skápar í eldhúsið. Annars hafa parketlistar verið að komast niður, einn og einn og er vinnan við þá langt komin. Einnig keyptum við litla hillu til að setja í forstofu, fyrir lykla, síma oþh. Hérna koma nokkrar myndir og þar sem sumir hafa kvartað undan því að sjónarhornið á samanburðarmyndunum hafi ekki verið það sama, þá reyndi ég að bæta aðeins úr því. Ég ætlaði svo að setja samanburðarmyndir með, en þar sem við erum að taka tölvuna mína í gegn, þá eru allar myndirnar farnar útaf henni. Þið verðið þá bara að fletta niður og skoða samanburðinn miðað við myndirnar í eldri pósti.

Fyrst kemur hér fataherbergið í hjónaherberginu. Síðasta samanburðarmynd var frá öðru sjónarhorni, en þetta sjónarhorn ætti að vera sama og frá byggingarstigi.


Þá kemur hér aðeins betri mynd af svefnherbergi. Þarna er komin upp hilla fyrir ofan rúmið og gardínur fyrir gluggann, frá síðustu myndatöku. Einnig er þetta sjónarhorn aðeins meira eins og á myndinni frá byggingarstigi.


Sjónvarpsholið. Það er alltaf erfitt að ná mynd af þessu horni. Nýjasti hluturinn þarna er borðið við sófann.


Ein mynd að utan.


Þarna sést hillan í forstofunni. Hún er í sama brúnsvarta viðnum og fataskápurinn í forstofunni er, sem og eldhúsinnréttingin.


Hér koma svo nokkrar myndir úr eldhúsinu. Að taka myndir innanhúss að sumri til er frekar erfitt. Fyrsta myndin er með sama sjónarhorni og ein mynd sem tekin var á byggingarstigi, en þar sem birtan úti er svo miklu meiri í júní en um miðjan vetur, þá sést þetta ekki mjög vel.


Þessi mynd sýnir vegginn sem er á milli forstofu og eldhúss. Hann er steyptur frá glugga ca miðja vegu út, þ.e. uþb þar sem ísskápurinn stendur. Þaðan og út að horni (frá ísskáp og þar sem sjónvarpið hangir) er gips. Það er fyrsti gips veggurinn sem reis í húsinu.

Hérna sjást efri skáparnir best. Þeir eru með hvítum glerhurðum og svarbrúnum hliðarklæðningum og ljósaköppum.


Síðasta myndin er tekin út eldhúsið. Ég stend inní horni hjá glugganum og þarna sést skaginn þar sem við sitjum við borðið.

laugardagur, 23. maí 2009

Samanburðarmyndir

Sjá líka nýjan póst fyrir neðan!


Hérna koma "nokkrar" samanburðar myndir á húsinu. Svona "fyrir" og "eftir" og kannski á nokkrum stigum í framkvæmdunum.


Hjóna svefnherbergið:

Fyrstu tvær myndirnar eru af veggnum sem skilur að herbergið sjálft og fataherbergið, en þær eru frá sitt hvoru sjónarhorninu. Þarna eru gipsveggirnir komnir upp öðru megin og búið að einangra.



Næstu tvær eru nokkurn veginn af sama stað, önnur sýnir gluggann, en hin nær honum ekki alveg.


Síðust tvær úr hjónaherberginu eru bara auka, til að sýna fínu húsgögnin sem við erum búin að kaupa þarna inn!
















Baðherbergið:

Þarna er klósettkassinn, fyrst rétt þegar hann var kominn upp, en hin myndin sýnir þegar búið er að klæða hann og flísaleggja:


Næstu tvær myndir sýna gluggann á baðherberginu og baðkarið þar undir. Á fyrri myndinni sést ofninn, sem við ákváðum að þyrfti að taka, svo við kæmum venjulegu baðkari fyrir. Í staðinn var gert ráð fyrir stærri handklæðaofni á milli baðkars og sturtu.


Síðustu tvær myndirnar eru til að sýna restina af baðherberginu. Innréttingin alveg komin og sturtuklefinn!


Eldhúsið:

Hérna eru 4 myndir af eldhúsinu. Tvær eru frá "fokheldi" en hinar tiltölulega eins og eldhúsið lítur út í dag, nema það er aðeins öðruvísi raðað á borðin.




Stiginn:

Fyrstu tvær myndirnar eru frá byggingarstigi, önnur frá því við fengum húsið fyrst afhent, hin er tekin þegar búið var að byggja gipshandriðið og spartla. Síðasta myndin var tekin í kvöld.















Sjónvarpsholið:
Fyrri myndirnar tvær eru af sama veggnum, með aðeins öðruvísi sjónarhorn. Þetta er veggurinn sem skilur að Kristjáns herbergi og sjónvarpsholið. Önnur myndin sýnir þegar önnur hliðin á gipsveggnum er komin upp og búið er að einangra veggina, en hin myndin var tekin í kvöld.
Þessar tvær myndir eru ekki beint sama sjónarhornið, veggurinn sem ofninn er á er sá sem er til vinstri á myndinni úr tilbúna húsinu. Þetta er reyndar gömul mynd, þar sem við vorum með mjög bráðabirgða sjónvarpsskáp og borð á miðju gólfi sem er ekki lengur þarna.



Gestaherbergi:

Það er alltaf erfitt að ná mynd af þessu herbergi, en þetta er nánast sama sjónarhornið. Á annarri er bara búið að setja upp gipsið öðru megin á vegginn, en ekki einu sinni búið að einangra. Hin myndin var tekin fyrr í kvöld.



Herbergi Kristjáns Daníels:

Fyrstu myndirnar sýna herbergið á byggingarstigi. Fyrri myndin alveg frá því við fengum húsið afhent, en hin þegar það voru líklega komnir veggir og farið var að nota herbergið hans sem verkfærageymslu. Síðasta myndin var tekin af óþekktarorminum í kvöld, þar sem hann neitar að sofna, þó klukkan sé orðin 11!





Herbergi Söru Mistar:
Það eru einhverra hluta vegna mjög fáar myndir til af þessu herbergi á byggingarstigi. En hér er ein, sem var tekin þegar einn vegginn vantar. Seinni myndin tekin í kvöld, á meðan prinsessan var sofandi á sínu græna eyra.





Stofan:
Önnur myndin tekin þegar við vorum nýbúin að fá húsið afhent, hin tekin fyrr í kvöld.