laugardagur, 23. maí 2009

Samanburðarmyndir

Sjá líka nýjan póst fyrir neðan!


Hérna koma "nokkrar" samanburðar myndir á húsinu. Svona "fyrir" og "eftir" og kannski á nokkrum stigum í framkvæmdunum.


Hjóna svefnherbergið:

Fyrstu tvær myndirnar eru af veggnum sem skilur að herbergið sjálft og fataherbergið, en þær eru frá sitt hvoru sjónarhorninu. Þarna eru gipsveggirnir komnir upp öðru megin og búið að einangra.



Næstu tvær eru nokkurn veginn af sama stað, önnur sýnir gluggann, en hin nær honum ekki alveg.


Síðust tvær úr hjónaherberginu eru bara auka, til að sýna fínu húsgögnin sem við erum búin að kaupa þarna inn!
















Baðherbergið:

Þarna er klósettkassinn, fyrst rétt þegar hann var kominn upp, en hin myndin sýnir þegar búið er að klæða hann og flísaleggja:


Næstu tvær myndir sýna gluggann á baðherberginu og baðkarið þar undir. Á fyrri myndinni sést ofninn, sem við ákváðum að þyrfti að taka, svo við kæmum venjulegu baðkari fyrir. Í staðinn var gert ráð fyrir stærri handklæðaofni á milli baðkars og sturtu.


Síðustu tvær myndirnar eru til að sýna restina af baðherberginu. Innréttingin alveg komin og sturtuklefinn!


Eldhúsið:

Hérna eru 4 myndir af eldhúsinu. Tvær eru frá "fokheldi" en hinar tiltölulega eins og eldhúsið lítur út í dag, nema það er aðeins öðruvísi raðað á borðin.




Stiginn:

Fyrstu tvær myndirnar eru frá byggingarstigi, önnur frá því við fengum húsið fyrst afhent, hin er tekin þegar búið var að byggja gipshandriðið og spartla. Síðasta myndin var tekin í kvöld.















Sjónvarpsholið:
Fyrri myndirnar tvær eru af sama veggnum, með aðeins öðruvísi sjónarhorn. Þetta er veggurinn sem skilur að Kristjáns herbergi og sjónvarpsholið. Önnur myndin sýnir þegar önnur hliðin á gipsveggnum er komin upp og búið er að einangra veggina, en hin myndin var tekin í kvöld.
Þessar tvær myndir eru ekki beint sama sjónarhornið, veggurinn sem ofninn er á er sá sem er til vinstri á myndinni úr tilbúna húsinu. Þetta er reyndar gömul mynd, þar sem við vorum með mjög bráðabirgða sjónvarpsskáp og borð á miðju gólfi sem er ekki lengur þarna.



Gestaherbergi:

Það er alltaf erfitt að ná mynd af þessu herbergi, en þetta er nánast sama sjónarhornið. Á annarri er bara búið að setja upp gipsið öðru megin á vegginn, en ekki einu sinni búið að einangra. Hin myndin var tekin fyrr í kvöld.



Herbergi Kristjáns Daníels:

Fyrstu myndirnar sýna herbergið á byggingarstigi. Fyrri myndin alveg frá því við fengum húsið afhent, en hin þegar það voru líklega komnir veggir og farið var að nota herbergið hans sem verkfærageymslu. Síðasta myndin var tekin af óþekktarorminum í kvöld, þar sem hann neitar að sofna, þó klukkan sé orðin 11!





Herbergi Söru Mistar:
Það eru einhverra hluta vegna mjög fáar myndir til af þessu herbergi á byggingarstigi. En hér er ein, sem var tekin þegar einn vegginn vantar. Seinni myndin tekin í kvöld, á meðan prinsessan var sofandi á sínu græna eyra.





Stofan:
Önnur myndin tekin þegar við vorum nýbúin að fá húsið afhent, hin tekin fyrr í kvöld.

Engin ummæli: