laugardagur, 23. maí 2009

Update

Ég ákvað að taka nokkrar myndir og sýna samanburð á fyrir og eftir, þó það væri nú ekki alveg allt tilbúið. Þær myndir koma í næsta pósti. En síðan síðasti póstur var skrifaður, er stærsta framförin sú að stóra baðið er komið. Það eina sem er eftir þar er að tengja og festa upp handklæðaofninn og e.t.v. einhverjar myndir. Annars staðar er allt svipað, en helstu afrekin þessa dagana er húsgagnakaup og röðun á myndum oþh. Við fórum og skiptum efri eldhússkápunum í 2. sinn í síðustu viku. Það sat eitthvað í okkur að hafa þá svona stóra og mikla eins og við vorum búin að velja okkur, enda ekki búin að setja þá upp, þannig að við skiptum þremur 60cm á breidd x 92cm á hæð skápum út fyrir þrjá 70cm á breidd x 40cm á hæð. Þeir eru s.s. láréttir, nýju skáparnir, og vonandi sitja þeir ekki jafnlengi í okkur og koma vonandi upp á næstu vikum.

Enn er þvottahúsið alveg eins og sumstaðar á eftir að tengja ljós, festa upp gardínur og myndir. Þetta er svona þessi fínisseringar vinna sem er eftir.

Jæja, læt þetta duga í bili, set nýjan póst með myndunum.

Engin ummæli: