sunnudagur, 21. júní 2009

Fleiri myndir

Þá heldur vinnan við frágang áfram. Helstu fréttir síðan síðast eru þær að það eru komnir efri skápar í eldhúsið. Annars hafa parketlistar verið að komast niður, einn og einn og er vinnan við þá langt komin. Einnig keyptum við litla hillu til að setja í forstofu, fyrir lykla, síma oþh. Hérna koma nokkrar myndir og þar sem sumir hafa kvartað undan því að sjónarhornið á samanburðarmyndunum hafi ekki verið það sama, þá reyndi ég að bæta aðeins úr því. Ég ætlaði svo að setja samanburðarmyndir með, en þar sem við erum að taka tölvuna mína í gegn, þá eru allar myndirnar farnar útaf henni. Þið verðið þá bara að fletta niður og skoða samanburðinn miðað við myndirnar í eldri pósti.

Fyrst kemur hér fataherbergið í hjónaherberginu. Síðasta samanburðarmynd var frá öðru sjónarhorni, en þetta sjónarhorn ætti að vera sama og frá byggingarstigi.


Þá kemur hér aðeins betri mynd af svefnherbergi. Þarna er komin upp hilla fyrir ofan rúmið og gardínur fyrir gluggann, frá síðustu myndatöku. Einnig er þetta sjónarhorn aðeins meira eins og á myndinni frá byggingarstigi.


Sjónvarpsholið. Það er alltaf erfitt að ná mynd af þessu horni. Nýjasti hluturinn þarna er borðið við sófann.


Ein mynd að utan.


Þarna sést hillan í forstofunni. Hún er í sama brúnsvarta viðnum og fataskápurinn í forstofunni er, sem og eldhúsinnréttingin.


Hér koma svo nokkrar myndir úr eldhúsinu. Að taka myndir innanhúss að sumri til er frekar erfitt. Fyrsta myndin er með sama sjónarhorni og ein mynd sem tekin var á byggingarstigi, en þar sem birtan úti er svo miklu meiri í júní en um miðjan vetur, þá sést þetta ekki mjög vel.


Þessi mynd sýnir vegginn sem er á milli forstofu og eldhúss. Hann er steyptur frá glugga ca miðja vegu út, þ.e. uþb þar sem ísskápurinn stendur. Þaðan og út að horni (frá ísskáp og þar sem sjónvarpið hangir) er gips. Það er fyrsti gips veggurinn sem reis í húsinu.

Hérna sjást efri skáparnir best. Þeir eru með hvítum glerhurðum og svarbrúnum hliðarklæðningum og ljósaköppum.


Síðasta myndin er tekin út eldhúsið. Ég stend inní horni hjá glugganum og þarna sést skaginn þar sem við sitjum við borðið.

Engin ummæli: