Nú er sko allt að gerast til að gera húsið tilbúið fyrir partí! Rikki er búinn að vera sveittur að flísaleggja klósettkassann á gestaklósettinu niðri, sem og að setja flísakant/lista við gólf í forstofu og gestaklósetti. Það kláraðist í dag og þá á bara eftir að fúga herlegheitin. Einnig eigum við eftir að mála smotterí við gluggann á gestaklósettinu og í kringum útidyrahurðina.
Já, ég gleymdi svo að segja frá útiljósunum sem eru komin upp. Siggi frændi kom og hélt áfram með rafmagnið í skúrnum og tengdi útirafmagnið, svo fann Rikki þessi fínu útiljós á ótrúlegu tilboði í Húsasmiðjunni.
Jæja, þangað til næst...
miðvikudagur, 5. ágúst 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli