Þá er parketlögnin að klárast. Rikki og Boggi eru búnir að vera sveittir í dag að koma því niður. Þeir ætluðu að klára áður en þeir færu heim. Fúgan kemur þá vonandi á morgun ásamt borðplötunni. Freyr kom líka á föstudaginn og setti upp tvo hurðarkarma í viðbót og festi hurðarnar á þá tvo sem komnir voru. Hérna eru nokkrar myndir af parketinu á neðri hæðinni:
Hérna sést inní eldhúsið og hvernig parket og flísar koma saman. Það var verið að líma niður listann sem er á milli parkets og flísa, þess vegna eru þessir bunkar af parketi og parketdúk á samskeytunum.
sunnudagur, 25. janúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli