fullt af fólki uppí húsi núna að vinna. Hákon frændi Rikka kom og byrjaði að setja niður flísarnar á gólfið í eldhúsinu. Það er vandasamt verk því það þurfti að byrja yst og vinna sig inn, sem er auðvitað öfugt á við hvað maður gerir vanalega. En af því að það þurfti að vera ein flís á horni þar sem parket og flísar mætast, þá varð að byrja þar. Þá lagði Hákon nokkrar flísarendur yfir og stoppaði svo, heldur áfram á morgun.
Boggi var svo kominn líka og mér sýndist hann vera kominn í parketlögnina með Rikka inní hjónaherbergi. Afarnir báðir voru líka og ætli þeir fari ekki í að leggja parketið á gestaherbergið ásamt Hákoni. Freyr smiður byrjaði að setja saman einn hurðarkarm, en mér skilst að eitthvað vanti í það til að koma honum í. Hann ætlaði svo að fara í að klára þvottahúsið. Siggi frændi er kominn líka og byrjaður að drita upp tenglum og rofum.
Svo það er bara allt á fullu og vonandi heldur vinnan jafnvel áfram á morgun.
þriðjudagur, 20. janúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Vá það er rosa skrið á þessu hjá ykkur !! Gangi ykkur vel elskan !
Knús Ásdís
Skrifa ummæli