Jæja, þá er langþráðum áfanga náð! Nú erum við loksins flutt. Erum búin að vera netlaus frá því fyrir helgi, svo ég hef ekkert komist að skrifa pósta, enda er búið að vera nóg að gera annað. Á meðan flutningum stóð var ennþá verið að skrúfa upp eldhúsinnréttinguna. Það tókst, en það á eftir að festa klæðninguna á uppþvottavélina. Eins á eftir að tengja hana og helluborðið og festa höldur á skúffur og skápa. Gestaklósettið er eina virka klósettið í húsinu, aðalbaðið er bara hrátt ennþá. Þvottahúsið er líka ekki klárað, það á eftir að gipsa loftið þar og svo allt sem kemur þar á eftir, spartl, málun, innréttingar, gólfefni oþh.
Fataherbergið okkar hjóna komst þó upp og í gang í gær, herbergi Söru Mistar er komið áleiðis, fötin hennar eru komin í kommóðu en enn vantar eina hillu með bókum og dóti. Herbergi Kristjáns er í aðeins verra ásigkomulagi, þar sem það vantar hillu sem er ennþá naglföst í gömlu íbúðinni. Fataskápurinn hans er kominn upp en fötin eru enn í poka á gólfinu. Sjónvarpsholið er komið upp í mjög beisikk mynd; sófi, sjónvarp og DVD spilari! Ég er aðeins byrjuð að raða í eldhúsið, en þar sem höldurnar eru ekki enn komnar, vil ég ekki setja of mikið í skúffurnar. Enn vantar líka hurðarhúna á allar hurðir og forstofuhurðin er ekki komin í.
Núna erum við samt flutt og þá getum við dúllað okkur í því sem eftir er.
Kveðja,
Hildur
mánudagur, 2. febrúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Til hamingju með að vera flutt!
Skrifa ummæli