fimmtudagur, 16. ágúst 2007

Fyrsta færslan

Alltaf klassísk byrjun. Nú er ég að byrja á þessu bloggi og tileinka það vonandi væntanlegri húsbyggingu! Við erum búin að búa í íbúðinni okkar hér við Suðurvang í Hafnarfirði núna í 5 ár og þar er ansi mikið farið að þrengja að okkur. Okkur dauðlangar svo að fá lóð og byggja hús, en eftir tvær tilraunir hefur enn ekkert gerst. Núna bíðum við eftir næstu lóðaúthlutunum í Rvík og Hfj en þær eiga að vera í haust. Nú er bara að bíða og vona!

Engin ummæli: