fimmtudagur, 8. maí 2008
Úff, draumurinn búinn
Jæja, eftir mikla útreikninga sáum við hjónin fram á að þetta ævintýri yrði um helmingi dýrara en við höfðum gert ráð fyrir í upphafi og gerðum því eins og það sem er í tísku þessa dagana; skiluðum lóðinni. Þessi áætlaði 40 milljón króna draumur var kominn upp í og jafnvel yfir 60 milljónir og var því ekki lengur eins skemmtilegur, í raun orðinn að góðri byrjun á martröð. Þar sem okkur finnast martraðir leiðinlega hræðilegar, ákváðum við að vakna sem fyrst og reyna við annan draum. Nú er stefnan tekin á að finna hús sem hentar fjölskyldunni vel án þess að skerða önnur lífsgæði í leiðinni. Mest erum við að skoða (rað)hús í byggingu á Völlunum og þó það hverfi hafi oft fengið neikvæða umfjöllun hjá fólki, erum við sátt við að halda okkur í Hafnarfirðinum. Ætli ég sé ekki orðin meiri Gaflari en ég vil viðurkenna?!?!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli