mánudagur, 23. mars 2009

Staðan

Yes, þá er ennþá bara verið að vinna á fullu. Nú erum við komin með dagsetningu til að stefna að, því Halldóra vinkona er að fara að koma í heimsókn með stelpurnar sínar tvær og þær gista hjá okkur. Þær koma eftir 12 daga (!) og verða í 17 daga. Svo núna er allt kapp lagt á að klára baðherbergið. Það er búið að ganga ágætlega hjá Rikka, hann er búinn að byggja smá kant í kringum sturtubotninn, búinn að flísaleggja mestan hluta af gólfinu og allan klósettkassann. Og er búinn að kvoða sturtuna og í kringum baðið. Í kvöld var hann að vinna í að smíða grind í kringum baðkarið, en svo sá hann allt í einu að það lekur niðurfallið, svo hann gat ekki lokað þar í kring. Vonandi næst það á morgun. Flísalögn á veggi ætti að geta byrjað í vikunni og þegar hún er búin og fúgan, þá er bara að festa upp innréttingar og tengja tæki.

Krossum fingur að það takist fyrir heimsóknardag!

Að öðru leyti er búið að festa upp screen gardínurnar fyrir palla hurðina (og svalahurðina uppi), en annað er ekki búið.

Engin ummæli: