Frá síðasta pósti er mesta vinnan búin að liggja í þvottahúsinu. Það er búið að flísaleggja gólfið (en á eftir að fúga) og búið að tengja þvottavélina og þurrkarann. Það var mikið stökk og frábært að fá það í gang. Þvottavélin kom í gang um þarsíðustu helgi, þ.e. um mánaðarmótin, mánuði eftir að við fluttum inn. Um síðustu helgi kom svo fataskápurinn í forstofuna upp. Síðustu höldurnar á eldhúsinnréttinguna eru líka komnar og ég er búin að mála í kringum gluggann í stofunni. Þá er eftir að mála í kringum gluggann í eldhúsinu og inná gestaklósetti og svo í kringum útidyrahurðina. Við bárum upp glerið fyrir sturtuklefann og baðkarið, ég grunnaði gólfið á stóra baðinu í gær og Rikki keypti vikurstein til að búa til kant fyrir sturtuna. Hann festi hann niður í kvöld og setti fyrstu röndina af flísum. Þá er alla vega flísavinnan byrjuð á baðherberginu. Vonandi náum við að tengja baðkarið fljótlega, svo hægt sé að baða börnin (og okkur) án þess að fara útúr húsi. Sérstaklega þar sem prinsinn á heimilinu er að hætta með bleiu, þá er svolítið erfitt að geta ekki baðað hann þegar svo stendur til. Á meðan notumst við bara við eldhúsvaskinn!
Myrkvagardínurnar fóru upp í gestaherberginu fyrir komu Palla og Dísu og hurðarhúnninn líka. Screen tjöldin í stofugluggann á neðri hæðinni fóru upp eftir málningu, en við erum ekki búin að setja upp fyrir svala/palla hurðina. Við ætlum eitthvað að bíða með að setja screen tjöldin fyrir eldhúsgluggann, ég er ekki viss hvort ég vilji fá það upp, alla vega ekki strax, á meðan við höfum útsýnið. Í vikunni fékk ég svo að vita að Halldóra vinkona ætlar að koma í heimsókn frá USA í byrjun apríl með tvær dætur sínar og gista þær hjá okkur. Þá verður baðherbergið að vera komið í gang, svo það heldur okkur við efnið.
Kveðja í bili!
þriðjudagur, 10. mars 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli