sunnudagur, 14. desember 2008

Málari byrjaður

Hérna eru nokkrar myndir af fyrstu umferð spörtlunar. Málarinn er búinn að standa sig vel, hann er búinn að spartla neðri hæðina næstum alveg, á eftir að taka eina umferð á loftinu. Svo þarf að pússa og grunna. Píparinn er líka búinn að koma og hann er búinn að vera að setja upp rörin og tengingar. Báðir klósettkassarnir eru komnir upp en það á eftir að tengja þá.
Engin ummæli: