sunnudagur, 21. desember 2008

Góð verklok

Á gipsvinnunni. Rikki fór uppí hús áðan og kláraði að gipsa þau loft sem eftir voru með Bogga. Það á reyndar eftir að gipsa einn vegg í þvottahúsinu og svo loftið þar. Píparinn á enn eftir að klára vinnuna sína áður en hægt er að loka veggnum og lofttúðan lekur svo blikkarinn þarf að laga það áður en hægt er að loka loftunum. Málarinn ætlaði ekki að koma meira fyrir jól, en vonandi nýtir hann tímann milli jóla og nýárs vel. Hann var aðeins byrjaður að spartla aukaherbergið, sem var eina herbergið sem var tómt þegar hann var að klára niðri fyrir helgi. Dútl um jólin verður s.s. að tæma efri hæðina fyrir málarann og koma bílskúrnum í vinnuhæft ástand, nú fer hann að verða vinnusvæðið.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hér með staðfestist að eftirlitsmaður verksins hefur farið yfir verkferli, vinnulag og efnisgæði við húsbygginguna að Klukkuvöllum 44. Í stuttu máli eru öll vinnubrögð, verklag og efnisgæði til fyrirmyndar.

Virðingarfyllst,
Jón Örvar

Nafnlaus sagði...

Gaman að fylgjast með ykkur - hlakka til að koma og sjá herlegheitin :)
Knús Ásdís