Hérna eru nokkrar myndir af stigahandriðinu. Það er reyndar komið betur upp núna og er alveg tilbúið. Málarinn ætti að koma á morgun eða strax eftir helgi og byrja á neðri hæðinni. Rafmagnsgrindin er komin upp í hjónaherbergi og Siggi er á fullu að koma dósunum inní veggina og það er búið að loka fullt af veggjum. Svo stendur núna á píparanum en hann kemst víst ekki fyrr en eftir helgi í fyrsta lagi. Áðan var fullt af fólki að vinna uppí húsi. Siggi frændi í rafmagninu, Freyr í veggjunum, Boggi var kominn í múrbrot og burð á gipsplötum, Kristján Björn var kominn líka eitthvað að skoða sig um og afi að hjálpa til. Svo var Rikki auðvitað í öllu. Flestir veggirnir eru bara að verða komnir og lokaðir, það eru bara aðallega veggirnir þar sem pípulögn er, sem á eftir að ganga frá. Jæja, hérna koma myndirnar:
fimmtudagur, 4. desember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli