föstudagur, 28. nóvember 2008

allir veggir komnir

Jæja, þá eru svo til allir veggir komnir. Við tókum þá ákvörðun að setja gips"vegg" niður stigann í stað stigahandriðs. Hann verður s.s. um 80-90 cm hár, eins og kröfur gera ráð fyrir. Það er mun einfaldari lausn, heldur en að kaupa eitthvað gler- eða stál/járn handrið. Ofan á handriðið getum við svo alltaf sett einhverja plötu t.d. eikar sem betra tak og uppá lúkkið.

Efni í rafmagnsgrindina er komið að hluta og þegar stiginn er búinn býst ég við að þeir fari í það. Siggi frændi gat byrjað að setja dósir og rör inní veggina, svo það er hægt að loka einhverjum veggjum. Málarinn kom ekki í vikunni, enda kannski ekki alveg tímabært fyrir hann að koma, en um leið og það er búið að ganga frá veggjunum og rafmagnstöflunni niðri getur hann komið og byrjað vonandi að spartla neðri hæðina.

Ég fór svo á smá flísarúnt og er komin með gott safn af sýnishornum hérna heim. Ég fór líka í bílskúrinn til tengdó og náði í hurð af eldhúsinnréttingunni til að máta við flísarnar. Mér sýnist við enda í einhvers konar beis lit á flísunum, en núna snýst það allt um að finna réttu áferðina og stærðina. Ætla að kíkja betur í Álfaborg og sjá hvort þeir eigi eitthvað fyrir okkur eins og ég er að hugsa. Ég fann ágætar flísar í Húsasmiðjunni, á viðráðanlegu verði, en þær eru kannski fullstórar, eru 45cm x 45cm þannig að þær eru frekar erfiðar í uppsetningu á t.d. veggi. En það getur vel verið að kannski verði lausnin bara sú að fara í mósaík eða eitthvað þess legt á veggi og klósettkassa.

Jæja, nóg raus í bili, heyrumst seinna.

Engin ummæli: