þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Fleiri veggir
Núna er Rikki í húsi að vinna að því að koma fleiri veggjum upp (held ég örugglega). Vonandi gengur vel hjá þeim í kvöld. Blikkarinn sem átti að koma í dag kom ekki, því hann sagði að veðrið væri ekki gott fyrir þessa vinnu. Í gær var Rikki svo slappur, hélt að hann væri að verða veikur, svo hann fór ekkert uppí hús. Jú, aðeins til að hitta rafvirkjameistarann, sem var víst svona mikill leiðindakall. Við höfðum svo samband við Sigga frænda, en hann sagðist geta unnið verkið fyrir okkur, en þá þurfum við að skipta um meistara. Okkur líst reyndar betur á það, en að þurfa að nota hinn skarfinn. Svo var mikil spurning um hvort ætti að koma á undan, milliveggirnir uppi eða rafmagnsgrindin í loftið og úr varð að veggirnir koma fyrst. Rikki fór s.s. uppí hús áðan með Frey, nágranna, og ég held að til hafi staðið að reisa nokkra veggi. Það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út. Siggi frændi ætlar stefnir svo á að koma á morgun til að kíkja á rafmagnið og þá er vonandi hægt að byrja á þeirri vinnu. Þegar það er byrjað og komið að hluta er hægt að spartla neðri hæðina. Þetta er s.s. bara allt að koma, svaka fjör!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli