þriðjudagur, 11. nóvember 2008

Meira um innréttingar

Á meðan Rikki er á fullu að vinna í húsinu, þá ákvað ég að það væri kjörið að skrifa nýjan póst. Í dag kom efnið í gipsveggina og það tók víst dágóðan tíma að bera það inn. Núna er hann að múra uppí göt svo hægt sé að setja rafmagnsgrind og plasta einangrunina í loftinu. Það væri frábært ef við gætum byrjað á að setja upp veggina í vikunni, en við erum enn að bíða eftir blikkaranum sem á eftir að koma og gera gat í þakið fyrir lofttúðu. Hann hefur ekki látið sjá sig.

Annars fór ég í IKEA áðan og var að skoða baðherbergisinnréttingar. Við erum svo óákveðin með þær og sjáum í raun ekkert sem okkur líkar. Við viljum fá einhvers konar heildarlúkk á húsið, en erum í vandræðum og skorðum sett útaf eldhúsinnréttingunni. Við erum búin að vera að spá í háglans baðinnréttingar en aldrei almennilega tekið þær í sátt. Svo sáum við í IKEA fínar lausar einingar á bað sem eru í svona svarbrúnum, en þær passa alls ekki inná litla baðið. Hugmynd sem kom þá upp hjá mér (ja, eða Rósu í vinnunni) var að kaupa eldhúshurðir og setja á baðherbergisskápa (ja, eða eldhússkápa). Svo ég kíkti á það og fékk grunnverð sem mig vantaði til að geta reiknað þetta út. En þá benti starfskonan mér á að þau væru að fara að fá nýjar innréttingar fyrir bað sem væru með svona svarbrúnum hliðum en hvítum hurðum (hún hélt að það væri háglans). Það er svo annað mál hvenær það kemur?! Það er þá spurning um að láta duga að setja ódýru hvítu háglans innréttinguna sem við vorum búin að sjá í Innréttingum og tækjum á gestabaðið og bíða eftir hinni í IKEA á stóra baðið? Ó, well, best að reikna þetta aðeins saman.

Engin ummæli: