miðvikudagur, 19. nóvember 2008

Gaman að sjá árangur

Veggirnir halda áfram að rísa, nú eru komnir veggir á tvo vegu í kringum stigann og einn veggur í minnsta barnaherberginu. Það er mjög gaman að sjá svona árangur allt í einu. Eins og sést á myndunum er greinilega mikið ryk í húsinu.

Þetta er veggurinn í minnsta barnaherberginu, séð innan frá
hérna sést sami veggur hinu meginn frá, þar verður gangur útá svalir. Þessi litli veggjarstubbur sem sést þarna lengst til vinstri er við stigaopið og þar fyrir aftan kemur inngangur í hjónaherbergið til vinstri. Þessi veggur verður vonandi styttur niður í hálfan vegg, til að hleypa betur birtu inná hæðina.
þarna eru Rikki og Valdi að labba niður stigann og þarna sjást veggirnir tveir sem eru komnir við stigaopið.






Engin ummæli: