sunnudagur, 23. nóvember 2008

Vinnan heldur áfram

Veggirnir rjúka upp og rafvirkinn (Siggi frændi) er byrjaður. Ég fór uppí hús í dag og tók nokkrar myndir af þessum gullfallegu veggjum!

Hérna sést innan í þvottahúsið, frá svefnherberginu, en þarna kemur auðvitað veggur á milli. Hurðin sem sést þarna er s.s. hurðin inn í þvottahúsið.


Þetta er gangurinn á efri hæðinni út á svalir. Til hægri er minnsta barnaherbergið, líklega verður það herbergið hans Kristjáns, alla vega til að byrja með. Til vinstri er hjónaherbergið.


Þarna er Rikki á fullu að koma upp veggjunum í fataherberginu. Ég stend inní hjónaherberginu og tek myndina út þarna sjást bæði hurðin inní svefnherbergið okkar og þar beint á móti hurðin inní Stjána herbergi. Þarna til vinstri verður s.s. fataherbergið inní hjónaherberginu.


Þetta er annað sjónarhorn af hjónaherberginu og fataherberginu. Það er alveg komið upp núna, fataherbergið.


Hérna sjáum við þvottahúsið, hurðina inní það og þessi litli veggur vinstra megin á myndinni skilur að baðherbergið og ganginn. í endanum á þessum gangi kemur svo hurðin inní aukaherbergið.


Hér er aftur mynd af stigaopinu og veggjunum þar í kring. Bak við vegginn sem er beint af augum er þvottahúsið og hægra megin við stigann sést inní hjónaherbergið.


Þarna er aftur veggstubburinn sem skilur að baðherbergið og ganginn og þarna sést glugginn í aukaherberginu.


Þetta herbergi er komið, það er Stjána herbergi og svo gangurinn út að svalahurðinni.


Svo læt ég hér fylgja með eina mynd að utan. Eina húsið í lengjunni sem er upplýst!

Engin ummæli: