laugardagur, 8. nóvember 2008

Gardínur

Í vikunni bað ég um tilboð frá nokkrum gardínubúðum í bænum í rúllugardínur í húsið. Ég fékk hagstæðasta tilboðið frá Z-brautum á um 130 þús. En fékk líka gott tilboð frá Nútíma uppá um 150-160 þús. Svo ákváðum við að kíkja í Byko á útsöluna sem er í gangi þar um helgina og viti menn, við fundum þessar fínu rúllugardínur þar, bæði myrkra og screen. Við keyptum s.s. í allt húsið (nema í báðar svalhurðirnar) fyrir 35 þús! Svo við spöruðum okkur um 100 þús kall þar. Það er ágætt. Við þurfum að stytta allar gardínurnar, en getum gert það sjálf og settum það ekki fyrir okkur. Vonandi verður það ekki mikið mál.

Engin ummæli: