þriðjudagur, 25. nóvember 2008

Fullt af myndum

Nú finnst mér bara allt vera að koma. Það eru næstum allir veggir uppi komnir upp. Til upprifjunar set ég hér mynd af skipulaginu á efri hæðinni þannig að fólk átti sig á lýsingunum hjá mér. Herbergið sem er beint á móti hjónaherberginu verður að öllum líkindum Kristjáns herbergi og kallast hér með Stjána herbergi. Herbergið sem er á milli sjónvarpsholsins og baðherbergisins er þannig Söru herbergi og svo er aukaherbergið á milli baðherbergisins og þvottahússins.



Hér sést innan í Stjána herbergi.

Og svo hinn hlutinn af Stjána herbergi

Hérna sést fataherbergið innum hurðina inní hjónaherbergið

Þarna mun hjónarúmið okkar koma.

Þarna sést fataherbergið innan úr hjónaherbergi séð

Hér er svo komið fínasta baðherbergi

Þarna á eftir að setja upp einn síðasta vegginn. Það er til að skilja að herbergið hennar SM og sjónvarpsherbergið

Þarna sést Stjána herbergi "utan frá" og sjónvarpsholið þar við hliðina á.

Hér stend ég inní þvottahúsinu og tek myndina fram. NB þetta þvottahús er rúmir 8 fermetrar! OMG hvað ég dýrka það!

Þetta er litli gang stubburinn sem er inn í aukaherbergið og þarna eru Rikki og Freyr að vinna á fullu inní baðherberginu að koma síðasta veggnum þar upp.

Hér erum við inní aukaherberginu. Það var fullt af einangrunarull, svo það var mjög erfitt að taka mynd þannig að eitthvað vit væri í.

Hér sést frábær múrbrotsvinna sem Rikki og Hákon fóru útí til að geta haft sturtu á gólfi og án þess að þurfa að setja rörin inní vegginn.

Hér stend ég inn í verðandi Söru herbergi, á vinstri hönd er veggurinn sem skilur að baðherbergið og hennar herbergi en þarna áfram sjáum við stigann og hurðina inní hjónaherbergi.

og svo önnur aðeins lengra til hægri, þá sjáum við hvar sjónvarpsholið verður til hægri á myndinn og vegginn þar sem skilur að Stjána herbergi og TV holið.

S.s. nóg að gerast og allt á fullu. Siggi frændi á fullu að vinna í rafmagninu, komst reyndar ekki í dag og við vitum ekki með morgundaginn. En málarinn ætti að koma fljótlega í vikunni til að mæla verkið út, Rikki ætlar að vera í sambandi við píparann líka á morgun eða hinn og næsta verk smiðsins (Freys) og Rikka og co. verður að koma upp rafmagnsgrindinni í loftið.

Svaka fjör!

Engin ummæli: