fimmtudagur, 6. nóvember 2008

Eldhúsinnréttingin komin

Þetta er kannski ekki í réttri röð gert. En í dag fór ég og festi kaup á eldhúsinnréttingunni. IKEA tilkynnti um allt að 25% hækkun á næstu dögum og það munar nú um það þegar maður er að kaupa innréttingu fyrir yfir 600 þúsund! Svo að við erum rúmum 600 þúsund krónum fátækari en einu stk eldhúsinnréttingu ríkari.
Þar sem bílskúrinn okkar er fullur af einangrunarull og bílskúrinn hjá tengdó er fullur af heimilistækjum, þá er spurning hvað við gerum við þetta. Kannski fer þetta í geymslu á vegum fyrirtækisins. Á morgun ætlar Rikki að ganga frá kaupum á efninu í gifsveggina, við þurfum kannski að athuga með loftaklæðningar líka, þær voru auglýstar á tilboði í Húsasmiðju bæklingnum, en það er spurning hvort nægt magn sé til fyrir okkur.
Kveðja,
Hildur

Engin ummæli: