miðvikudagur, 17. desember 2008

Staðan fyrir jól

Nú er byrjað að setja gipsplötur í loftin, eins og sést á meðfylgjandi myndum. Siggi frændi er búinn að draga í allt, nema einhver rör sem eru stífluð og jafnvel ekkert hægt að gera í. Hann er líka búinn að koma rússaperum upp í flestum rýmum. Stefnan er að klára að setja upp loftin í TV holið og á ganginn í kvöld og svo verður Rikki í fríi úr vinnunni á morgun og þá stefna þeir Freyr á að setja upp mikið af plötunum í herbergin. Píparinn er búinn að gera mikið af röravinnunni, en það á eftir að þrýstiprófa áður en vatninu er hleypt á kerfið. Veit ekki hvernig staðan er með það, hvenær það er á dagskrá. Nú erum við hjónin að velta sturtumálum fyrir okkur, hvort við fáum okkur sturtu beint á gólf, eða með botni. Það þarf að fara í smá meiri brot vinnu ef það á að setja sturtuna á gólfið og þá þarf líka að vanda meira til verks með flotun á gólfinu. Með sturtubotni er svo auðvelt að skella honum bara á gólfið og hugsa ekkert meira um það. Það er líka ódýrara. En hitt er flottara. Reyndar er það ekkert stórt mál fyrir mér, en við ætlum að velta þessu fyrir okkur. Hér koma myndirnar af loftinu í ganginum og holinu yfir stiganum:

Engin ummæli: