mánudagur, 6. október 2008

Heimilistæki

Jæja, þá eru heimilistækin í höfn. Eigum reyndar eftir að fara í Húsasmiðjuna og ganga frá greiðslu. Við ákváðum að taka tilboði frá þeim sem var með keimlíkum vörum og í tilboðinu frá Rafha, nema það var með ódýrari ofni. Heildarverðið var þó um 50 þús lægra. Við tókum s.s. amerískan ísskáp, bakaraofn, keramík helluborð, hálf-innbyggða uppþvottavél (þ.e. stjórnborðið sést) og barkalausan þurrkara. Okkur leist ekki nógu vel á háfa hjá Húsasm. svo við ákváðum að bíða með það og kannski taka háf annars staðar eða alla vega skoða það mál betur. Fyrir þessi herlegheit borgum við svo um 615.000.-! Þá er bara að borga og brosa.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

esskurnar mínar bara pay and smile, þýðir ekkert annað :-)

frugalin sagði...

Hæ hæ
Frábært að þið séuð búin að kaupa hús. Við verðum að gera okkur ferð í Hfj einhvern daginn og kíkja á höllina!