fimmtudagur, 16. október 2008

Staðan í dag

Við fórum og kíktum uppeftir áðan. Það er búið að tengja alla ofna, búið að múra/steypa uppí öll göt eftir fræsun og búið að sópa og hreinsa. Við búumst þá við að það verði flotað á morgun. Hérna eru myndir sem ég tók áðan, svo sem ekki mikið að sjá öðruvísi, nema það er komin tengistokkurinn og hérna eru þá myndir af þeim herbergjum sem einhverra hluta vegna tókust ekki í fyrstu atrennu.

Við kíktum líka í Álfaborg og skoðuðum flísar. Við erum búin að vera að velta fyrir okkur hvort það verði erfitt að finna flísar sem passa við dökku innréttinguna sem við erum búin að vera að hugsa mest um. En við fundum flísar sem okkur líst vel á. Þær koma líka í nokkrum litatónum og nokkrum stærðum, svo þær henta vel á gólf og veggi og á eldhús, forstofu og gestabað, eins og hugsunin hjá okkur var, að láta þær flæða á milli. Við fengum prufur af nokkrum og ætlum að fara á morgun í IKEA að máta þær við innréttinguna. Við fórum líka að skoða klósett, vaska, blöndunartæki, baðinnréttingar ofl. hjá Kjartani (manni Birnu sem vinnur með mér) og okkur leist ágætlega á, ætlum að kanna verðið og sjá hvort við viljum taka það. Annars fáum við sjálfsagt líka einhvern afslátt í Baðheimum, þurfum að fara þangað líka að skoða.

Jæja, hérna koma myndirnar:

Þetta eru tengi"græjurnar" í bílskúrnum, þ.e. inntökin oþh.

ofnarnir í bílskúrnum. Innri ofninn á að vera í geymslunni sem er innaf bílskúrnum.

Stofuglugginn og hurðin útí bakgarð

"Borðkrókurinn" og stofan. Þ.e. þarna kemur tungan á eldhúsinnréttingunni sem skilur að stofu og eldhús.

Eitt barnaherbergið uppi sem varð útundan í myndatöku síðast. Það er við hliðina á baðherberginu, enda sjást þarna rörin uppúr gólfinu sem eru fyrir sturtuna.

Tengistokkurinn í þvottahúsinu og þar fyrir aftan er hjónaherbergið.

Hjónaherbergið. Litli glugginn og ofninn sem rétt sést í þarna lengst til hægri eru inni í fataherberginu.

Þarna er baðherbergið og síðasta barnaherbergið, það stærsta.

Rikki á leiðinni niður aftur.

Engin ummæli: