miðvikudagur, 1. október 2008

Allt að komast í gang

Í gær fengum við lyklana að húsinu. Við fórum svo í gærkvöldi að skoða. Það er búið að hengja upp ofnana, en þeir eru enn ótengdir. Svo þurfum við bara að fara að byrja á okkar hluta. Fyrst liggur fyrir að einangra loftið. Við þurfum samt líklega að bíða þangað til ofnarnir eru alveg komnir upp og búið að flota gólfin. Það verður kannski ekki fyrr en í næstu viku eða þarnæstu. En við ætlum líka að reyna að koma gestaklósettinu upp. Mig langar að koma upp þessum tveimur litlu veggjum sem við þurfum að setja á neðri hæðina, til að hægt sé að spartla þar og halda áfram, koma upp eldhúsi oþh. Hérna koma myndir teknar í gær. Einhverra hluta vegna myndaðist ekki hjónaherbergið og eitt barnaherbergið, en hér er alla vega restin.








Engin ummæli: