mánudagur, 27. október 2008
Vinnan byrjuð
Rikki byrjaði um helgina að koma upp handriði í kringum stigann. Það er að mestu komið upp, en vantar, að mér skilst, nokkrar spýtur til að klára það alveg. Nú svo fór Rikki í gær og byrjaði að slípa steyptu veggina fyrir spartl. Það er algjör skítavinna og fór ryk útum allt. Hann sagði að hann hefði þurft að slökkva á vélinni á ca. 5 mín fresti, því þá var rykið orðið svo mikið að hann sá ekki handa sinna skil. Hann ætlar svo að leigja stærri vél í dag sem er með ryksugustút á, svo vonandi fer þá allt rykið þangað. Kristján bróðir hans ætlar líka að hjálpa honum. Vonandi gengur þetta vel hjá þeim.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli