mánudagur, 8. desember 2008

Nokkrar myndir

Jæja, þá er ég loksins búin að taka nýjar myndir. Hérna fyrir neðan koma þær. Nú fer að síga á seinni helminginn á þessari vinnu okkar. Bæði málari og pípari eru búnir að lofa að koma á morgun, svo þá er bara að vona að þeir standi við það. Það er svolítið farið að standa á píparanum. Hann þarf að koma og ganga frá lögnunum, svo hægt sé að loka síðustu veggjunum. Málarinn byrjar að spartla neðri hæðina og um leið og það er búið færir hann sig upp þar sem þá verður vonandi búið að loka veggjunum og koma rafmagnsgrindinni í loftin og ljósadósunum þar í. Þá geta hinir kallarnir flutt sig niður og byrjað að flísa- og parketleggja og hengja upp eldhúsinnréttingu. Vonum það besta!
Þetta er þetta gullfallega handrið loksins komið upp á svalirnar okkar. Það á greinilega eftir að setja plöturnar í það.

Þetta er inní herberginu hennar SM, þarna eru fínu klósettskálarnar okkar.

Rikki að skrúfa upp rafmagnsgrindina í baðherberginu.

Kristján er að sjálfsögðu búinn að finna rafmagnsrör og byrjaður að nota það fyrir byssu. Stend inní aukaherberginu og tek myndina beint fram (framhjá baðherberginu og innum hurðina hinum megin inní herbergið hennar SM.

Allt vinnudraslið inní herbergi Stjána Dan.

Siggi að undirbúa ídrátt í rafmagns- og sjónvarpstengin inní hjónaherbergi. Boggi duglegur að hjálpa.

Boggi að fylgjast með ídrættinum í loftadósinni inní hjónaherbergi.

Þarna er annar klósettkassinn kominn upp inná stóra baði.

Fínt sjónarhorn af stiganum og fína handriðinu.

Stiginn séður neðan frá. Frábær frágangur!

Hurðirnar og karmarnir geymdir inní eldhúsi!

1 ummæli:

Rani sagði...

Hildur!

Karen just sent me your blog. Exciting! It's going to be wonderful. She said you may be in by January! We'll keep our fingers crossed for you.

Bless bless

Randi