föstudagur, 3. október 2008

Meira að gerast

Nú er rafmagn komið inní hús og í gang. Kíktum í gær og það er búið að fræsa úr gólfum að hluta fyrir ofnalögnunum. Þetta er allt á réttri leið.

Í gær kíktum við líka í IKEA og hittum þar Guðbjörgu og spjölluðum aðeins við hana og annan starfsmann. Við ætlum að fara í að fá þau til að teikna upp fyrir okkur eldhúsið og koma með hugmyndir. Við Rikki vorum sammála um að okkur finnst NEXUS svarbrúna innréttingin svolítið flott, en vorum að spá hvort hún væri of dökk. Okkur líst líka vel á birki innréttinguna, en hún á það víst til að gulna svolítið, svo hún endist kannski ekki eins vel. Kemur allt í ljós.
Svo er ég búin að vera að fá tilboð frá ýmsum fyrirtækjum í heimilistæki og tilboðið sem heillar mig mest eins og er er frá Rafha. Ætlum að kíkja þangað um helgina.

Kveðja frá húsbyggjaranum!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt :-)
Hlakka til að fylgjast áfram með, og myndirnar eru fínar.
Ég mæli alveg með að kíkja líka í Kvik, fengum fína þjónustu þar og það munaði mjög litlu á verði þar og í IKEA. Sú sem teiknaði fyrir okkur þar heitir Helga :-)
Hófí